Sigurbjörg Sóley Böðvarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigurbjörg Sóley Böðvarsdóttir.

Sigurbjörg Sóley Böðvarsdóttir frá Bólstað í Mýrdal, húsfreyja fæddist þar 23. október 1913 og lést 11. apríl 2007 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Böðvar Sigurðsson bóndi, f. 14. ágúst 1866 á Ketilsstöðum í Mýrdal, d. 21. september 1922 í Bólstað, og kona hans Hugborg Runólfsdóttir frá Ketilsstöðum, húsfreyja, f. þar 16. apríl 1881, d. 17. febrúar 1982.

Börn Hugborgar og Böðvars, í Eyjum:
1. Elín Böðvarsdóttir, f. 20. júní 1909, d. 16. nóvember 2002.
2. Sigurbjörg Sóley Böðvarsdóttir, f. 23. október 1913, d. 11. apríl 2007.

Sigurbjörg var með foreldrum sínum á Bólstað til 1938, er hún flutti til Eyja.
Hún eignaðist barn á Bólstað með Páli 1938.
Sigurbjörg eignaðist barn í Eyjum með Gunnari 1939. Þau giftu sig 1943. Þau bjuggu á Happastöðum við Hvítingaveg 12 1938 og síðan.
Gunnar lést 1996.
Sigurbjörg dvaldi að síðustu í 8 ár í Hraunbúðum.
Hún lést 2007.

I. Barnsfaðir Sigurbjargar var Páll Valdason Jónssonar, síðar þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, múrari, f. 14. júní 1900, d. 8. júní 2000.
Barn þeirra:
1. Kjartan Hreinn Pálsson sjómaður, vélstjóri, síðast á Selfossi, f. 24. janúar 1938 á Bólstað í Mýrdal, d. 2. apríl 1977. Kona hans Halldóra Valgerður Jóhannsdóttir, látin.

II. Maður Sigurbjargar, (19. apríl 1943), var Gunnar Kristberg Sigurðsson frá Seyðisfirði, sjómaður, vélstjóri, málarameistari, f. þar 9. ágúst 1914, d. 7. maí 1996.
Barn þeirra:
2. Guðlaug Sigríður Gunnarsdóttir talsímakona, húsfreyja, f. 23. júlí 1939 á Happastöðum. Barnsfaðir hennar Þorvaldur Ragnar Lárusson. Maður hennar Jón Valgarð Guðjónsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
  • Morgunblaðið 19. apríl 2007. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.