Sigurbjörg Guðlaugsdóttir (Brekkuhúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. desember 2015 kl. 15:13 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. desember 2015 kl. 15:13 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Sigurbjörg Guðlaugsdóttir''' frá Brekkuhúsi fæddist 20. janúar 1896 í Brekkuhúsi og lést í Vesturheimi.<br> Foreldrar hennar voru [[Guðlaugur Sigurðsson (Brekkuhú...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigurbjörg Guðlaugsdóttir frá Brekkuhúsi fæddist 20. janúar 1896 í Brekkuhúsi og lést í Vesturheimi.
Foreldrar hennar voru Guðlaugur Sigurðsson bóndi, f. 6. október 1864 á Bryggjum í Landeyjum, d. 29. desember 1954 í Winnipeg, og kona hans Margrét Árnadóttir húsfreyja frá Berjanesi u. Eyjafjöllum, f. 24. maí 1856, d. í Vesturheimi.

Móðurætt Sigurbjargar í Eyjum:
Móðursystkini Sigurbjargar í Eyjum voru:
1. Guðrún Árnadóttir, f. 1863.
2. Ingvar Árnason útvegsbóndi, sjómaður í Hólshúsi, f. 1. október 1865, d. 9. febrúar 1951.
3. Kristmundur Árnason, f. 2. júlí 1872, d. 19. desember 1935. Fór til Vesturheims 1905 frá Hólshúsi.

Föðurætt Sigurbjargar í Eyjum:
Föðurbróðir Guðlaugs var Guðmundur Ögmundsson vitavörður í Batavíu.
Föðursystkini Sigurbjargar voru:
1. Guðrún Sigurðardóttir, f. 28. júní 1860, d. 6. desember 1883, ógift .
2. Valgerður Sigurðardóttir húsfreyja í Jakobshúsi, f. 10. nóvember 1862, d. 21. nóvember 1906, fyrri kona Jakobs Tranberg.
3. Guðrún Sigurðardóttir yngri, húsfreyja, f. 23. janúar 1866, d. 6. apríl 1937. Sambýlismaður hennar var Sighvatur Jón Gunnlaugsson kaupmaður og bóndi á Reykjanesi syðra.

Sigurbjörg var með foreldrum sínum í Brekkhúsi og fluttist með þeim og systrum sínum Árnýju og Sigríði Helgu til Vesturheims 1905. Auk þeirra fór afi hennar Sigurður Ögmundsson bóndi Vestur með fjölskyldunni.

I. Barnsfaðir Sigurbjargar var Ágúst Tranberg frá Jakobshúsi, f. 16. ágúst 1892, d. 21. október 1981. Hann fór Vestur 1911. Þau Sigurbjörg voru systkinabörn.
Barn þeirra var
1. Ágúst Sigurður Sigurðsson, þekkt skáld í Kanada, f. 23. nóvember 1915 í Clarkleigh í Manitoba. Hann gekk undir nafninu Gus Sigurdson, bjó í Vancouver, Winnipeg og víðar. Hann var fyrst giftur Stephanie Jymchuck, þau voru barnlaus og síðari kona hans var Janet Mary Rumley. Þau voru einnig barnlaus.

II. Maður hennar var Jónatan Magnússon frá Mel í Hraunhreppi á Mýrum, f. 28. maí 1896, d. 3. apríl 1967.
Börn þeirra:
2. Magnús Guðlaugur í Calgary í Alberta, flugliði í Kanadíska hernum, f. 2. nóvember 1919. Kona hans er Doris Burdett.
3. Árný Sigríður Joy húsfreyja í Kaliforníu, f. 5. desember 1922. Maður hennar er James Fierce.
4. Margrét Guðbjörg Violet húsfreyja í Vancouver í Bresku Kolumbíu í Kanada, f. 17. júlí 1924. Maður hennar er Pat Sampson.
5. Ruby hjúkrunarfræðingur í Winnipeg, f. 1930. Maður hennar er Edward M. Malazdrewicz.
6. Jóhann Maxwell, f. 1928, dó við fæðingu.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.is.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.