Sigurbjörg Axelsdóttir (bæjarfulltrúi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Sigurbjörg Axelsdóttir.

Sigurbjörg Axelsdóttir húsfreyja, bæjarfulltrúi, kaupmaður fæddist 23. apríl 1935 í Reykjavík og lést 12. júlí 2015.
Foreldrar hennar voru Axel Sigurðsson bakari, matsveinn, bryti í Reykjavík, f. 21. maí 1902, d. 25. júní 1987, og kona hans Guðrún Sæunn Sæmundsdóttir húsfreyja, f. 23. júní 1905, d. 28. október 2003.

Sigurbjörg var með foreldrum sínum í æsku, lengst við Baldursgötuna. Hún var í Austurbæjarskólanum og Miðbæjarskólanum og útskrifaðist frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1952.
Þau Axel giftu sig 1954, eignuðust fjögur börn.
Þau fluttust til Eyja 1959, ráku skóverslun Axels Ó. í Eyjum og um skeið í Reykjavík, fluttu til Reykjavíkur 2000.
Þau bjuggu við Austurveg 6 og á Hátúni 6.
Sigurbjörg sat í bæjarstjórn í 12 ár og átti gildan þátt í ýmsum félagsstörfum, m.a. í Íþróttafélaginu Þór, Kaupmannasamtökunum og Krabbameinsfélaginu.
Sigurbjörg samdi mörg ljóð, m.a. ljóð við þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja árið 1972, en það hefst á orðunum:

„Fegurð friðsæld og kyrrð
finnst hvergi meiri en í Eyjanna byggð.“

Axel lést 2003 og Sigurbjörg 2013.

I. Maður Sigurbjargar, (4. desember 1954), var Óskar Axel Lárusson skókaupmaður, f. 15. júlí 1934 í Frederiksund í Danmörku, d. 24. maí 2003.
Börn þeirra:
1. Sigrún Óskarsdóttir húsfreyja, tækniteiknari í Eyjum, f. 16. mars 1955. Maður hennar er Ársæll Sveinsson.
2. Óskar Axel Óskarsson skókaupmaður í Reykjavík, f. 8. nóvember 1960. Kona hans er Sigríður Sigurðardóttir.
3. Adólf Óskarsson í Reykjavík, f. 5. febrúar 1968. Barnsmóðir hans er Heiða Guðrún Ragnarsdóttir.
5. Guðrún Ó. Axelsdóttir bókari, þjálfari í Reykjavík, f. 5. febrúar 1968. Kona hennar var Guðlaug Jónsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.