Sigurður Jónsson (Stakkagerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Sigurður Jónsson

Sigurður Jónsson bóndi í Hallgeirsey í A-Landeyjum, síðar í dvöl hjá Sesselju dóttur sinni í Stakkagerði, fæddist 1773 í Hallgeirseyjarhjáleigu í A-Landeyjum og lést 24. janúar 1856 í Eyjum.
Faðir hans var Jón bóndi og formaður í Hallgeirsey, f. 1737, d. 1815, Ólafsson bónda á Kirkjulandi í A-Landeyjum, f. 1701, Ólafssonar (fyrri) bónda þar, f. 1651, Ólafssonar, og konu Ólafs fyrri, Guðfinnu húsfreyju, f. 1671, Magnúsdóttur.
Móðir Jóns í Hallgeirsey og kona Ólafs var Hallbera húsfreyja, f. 1701, á lífi 1733, Jónsdóttur bónda á Eystri-Hól í V-Landeyjum, f. 1663, Þorleifssonar, og konu Jóns á Eystri-Hól, Þuríðar húsfreyju, f. 1661, Eyjólfsdóttur.

Móðir Sigurðar í Hallgeirsey og kona Jóns í Hallgeirsey var Jórunn húsfreyja, f. 1737 í Álfhólahjáleigu í V-Landeyjum, d. 17. júlí 1826, Sigurðardóttir bónda smiðs og formanns á Búðarhóli, f. 1702, d. 29. maí 1783 í Þerney í Kollafirði, Þorkelssonar bónda í Álfhólahjáleigu, f. 1657, Þorgautssonar, og konu hans, Þórnýjar húsfreyju, f. 1664, Þórðardóttur.
Móðir Jórunnar og kona Sigurðar á Búðarhóli var Margrét húsfreyja, f. 1709, á lífi 1745, Guðmundsdóttir bónda í Álfhólum, f. 1682, Gíslasonar, og konu hans, Sigríðar húsfreyju, f. 1685, Hróbjartsdóttur.

Kona Sigurðar í Hallgeirsey var Kristín húsfreyja og ljósmóðir, f. 1775, d. 30. maí 1859, Ólafsdóttir bónda á Snotru í A-Landeyjum, f. 1735, d. 27. nóvember 1813, Magnússonar bónda á Kirkjulandi, f. 1702, á lífi 1763, Ólafssonar bónda á Kirkjulandi, f. 1651, á lífi 1709, Ólafssonar, og fyrri konu Ólafs á Kirkjulandi, Guðfinnu húsfreyju, f. 1671, Magnúsdóttur.
Móðir Kristínar og kona Ólafs á Snotru var Sigríður húsfreyju á Snotru í A-Landeyjum, f. 1746, d. 1823, Sigurðardóttir bónda smiðs og formanns á Búðarhóli, f. 1702, d. 29. maí 1783 í Þerney í Kollafirði, Þorkelssonar bónda í Álfhólahjáleigu, f. 1657, Þorgautssonar, og konu Þorkels, Þórnýjar húsfreyju, f. 1664, Þórðardóttur.

Sigurður var bóndi á Skíðbakka í A-Landeyjum 1798-1799, á Syðri-Úlfsstöðum þar 1800-1802 í Skíðbakkahjáleigu þar 1802-1810 og í Hallgeirsey þar 1810-1846.
Hann fluttist til Eyja 1846 og dvaldi þar hjá Sesselju í Stakkagerði. Hann lést 1856.

Börn Sigurðar og Kristínar í Eyjum voru
1. Sesselja Sigurðardóttir húsfreyja og ljósmóðir í Stakkagerði, f. 14. október 1805, d. 31. mars 1860, gift Jóni Gíslasyni.
2. Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja í Fredensbolig, f. 14. maí 1814, d. 16. júlí 1842, fyrri kona Lars Tranberg.
Fósturbarn þeirra var
3. Sigríður Jónsdóttir húsfreyja í Gvendarhúsi, f. 2. júlí 1832, d. 2. janúar 1912.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.