Sigurður Jónsson (Húsavík)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Sigurður Jónsson.

Sigurður Jónsson frá Húsavík, verkamaður, umsjónarmaður, íþróttafrömuður fæddist 22. september 1930 í Húsavík og lést 24. maí 2014.
Foreldrar hans voru Jón Auðunsson skósmiður, f. 12. ágúst 1891 í Gerðum á Stokkseyri, d. 15. mars 1975, og kona hans Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 29. nóvember 1888 á Nesi í Selvogi, d. 19. júní 1980.

Börn Sigríðar og Jóns:
1. Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, verkakona í Eyjum, f. 6. febrúar 1918 á Gjábakka, d. 30. ágúst 1958.
2. Borgþór Jónsson kennari í Reykjavík og víðar, f. 11. desember 1919 í Húsavík, d. 4. júlí 1968.
3. Jóna Alda Jónsdóttir húsfreyja á Egilsstöðum og í Reykjavík, f. 17. apríl 1923 í Húsavík, d. 5. janúar 2015.
4. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 19. mars 1925 í Húsavík.
5. Jón Vídalín Jónsson húsgagnasmíðameistari í Eyjum og Reykjavík, f. 19. desember 1926 í Húsavík.
6. Ísleifur Jónsson málarameistari í Eyjum og Reykjavík, f. 25. apríl 1928 í Húsavík, d. 21. ágúst 2008.
7. Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 30. september 1929 í Húsavík, síðast á Starengi 112 í Reykjavík, d. 8. desember 2016.
8. Sigurður Jónsson verkamaður, íþróttafrömuður í Eyjum, f. 22. desember 1930 í Húsavík, d. 24. maí 2014.

Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum, en dvaldi um tveggja ára skeið í Djúpadal á Rangárvöllum, var verkamaður og um skeið verkstjóri.
Hann hafði sérstakan áhuga á íþróttastarfsemi og vann árum saman við umsjón og hvatningu ungs fólks til íþróttaiðkana einkum frjálsra íþrótta.
Sigurður var umsjónarmaður íþróttavallanna áratugum saman.
Hann dvaldi að síðustu í Hraunbúðum og lést 2014.

Kona Sigurðar, (skildu), var Guðbrandína Sveinsína Kristinsdóttir húsfreyja, f. 19. júlí 1938.
Barn þeirra:
1. Kristinn Sigurðsson, fæddur 22. september 1964.


Sigurður með strákunum.


Sigurður Jónsson með strákunum.

Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 7. júní 2008. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Saga knattspyrnufélagsins Týs. Birgir Þór Baldvinsson skráði. Útgefandi: Útgáfustjórn Knattspyrnufélagsins Týs: Rútur Snorrason, Gústaf Baldvinsson og Martin Eyjólfsson. Heimaslóð 2006.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.