Sigurður Jónsson (Háagarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Sigurður Jónsson bóndi í Háagarði fæddist 24. desember 1801 í Presthúsum í Mýrdal og lést 21. maí 1859 í Götu.
Foreldrar hans voru Jón Pétursson bóndi, síðast á Norður-Fossi í Mýrdal, f. 1764 á Reyni þar, d. 13. janúar 1834 á Norður-Fossi, og kona hans Ástríður Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 1768 í Hvammi í Mýrdal, d. 14. maí 1832 á Norður-Fossi.

Sigurður var með foreldrum sínum í Presthúsum 1816, vinnumaður í Engigarði í Mýrdal 1824-1825 eða lengur, var hjá foreldrum sínum í Presthúsum 1831, vinnumaður á Ketilsstöðum í Mýrdal 1833, líklega til 1834.
Hann var vinnumaður hjá ekkjunni Björgu Brynjólfsdóttur í Háagarði 1835, orðinn kvæntur bóndi þar 1840 með Björn son sinn hjá sér, sjómaður í Háagarði 1845, bóndi þar 1850. Hann var ekkjumaður hjá Birni syni sínum í Götu þar 1855 og til æviloka.

I. Kona hans var Björg Brynjólfsdóttir húsfreyja í Háagarði, f. um 1790, d. 6. nóvember 1853, 63 ára. Sigurður var síðari maður hennar.
Þau voru barnlaus.

II. Barnsmóðir hans var Ingveldur Björnsdóttir, síðar húsfreyja í Pétursey og á Ytri-Sólheimum, f. 1799 á Snæbýli í Skaftártungu, d. 14. nóvember 1878 á Ytri-Sólheimum.
Barn þeirra var
1. Björn Sigurðsson sjómaður, f. 21. ágúst 1824, fórst með þilskipinu Helgu í apríl 1867.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.