Sigurður Jónsson (Bergstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Sigurður Jónsson frá Vanangri, skósmiður fæddist 20. maí 1888 í Sigluvíkursókn og lést 16. nóvember 1916.
Foreldrar hans voru Jón Erlendsson vinnumaður, síðar trésmiður á Seyðisfirði, f. 8. október 1864, d. 28. janúar 1941 og barnsmóðir hans Margrét Sigurðardóttir vinnukona á Hemlu í V-Landeyjum, f. 9. september 1860, d. 21. desember 1952.

Hálfsystkini Sigurðar samfeðra voru:
1. Erlendur Jónsson frá Vanangri, síðar skósmiður á Ísafirði f. 1. apríl 1894, d. 7. september 1958.
Börn föður Sigurðar í hjónabandi hans á Seyðisfirði með Ragnhildi Marteinsdóttur húsfreyju, f. 20. apríl 1872, d. 20. júlí 1909.
2. Ragnheiður Jónsdóttir húsfreyja á Seyðisfirði, f. 22. ágúst 1897, d. 6. júlí 1981.
3. Þorgeir Guðjón Jónsson bátsformaður á Seyðisfirði, f. 3. október 1899, d. 5. nóvember 1977.
4. Hjálmar Gísli Ingólfur Jónsson, (Ingi), bátsformaður, bifreiðastjóri á Seyðisfirði, síðar í Reykjavík, f. 15. september 1902, d. 13. febrúar 1985.
5. Unnur Jónsdóttir húsfreyja á Siglufirði, síðar á Seyðisfirði, f. 12. ágúst 1905, d. 4. ágúst 1996.
6. Vilhelmína Sólgerður Jónsdóttir húsfreyja á Seyðisfirði, f. 15. nóvember 1906, d. 22. apríl 2003.
7. Ragna Jónsdóttir verslunarmaður á Ísafirði, f. 2. júlí 1909, d. 5. október 1989.

Sigurður var tökubarn hjá Önnu Benediktsdóttur ljósmóður í Vanangri 1891 og hjá henni í sama húsi 1901, en húsnafnið annað, Péturshús, heitið eftir nafni húsbóndans. Hann fór að Hemlu, en kom að Bergstöðum 1910.
Sigurður var skósmíðalærlingur á Bergstöðum 1910, vinnumaður hjá Þorsteini Hafliðasyni skósmið í Steinholti 1911 og 1912, skósmiður þar 1913, bjó á Eyjarhólum 1914. Hann fluttist til Seyðisfjarðar 1915 og lést 1916.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.