Sigurður Högni Hauksson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigurður Högni Hauksson.

Sigurður Högni Hauksson frá Vatnsdal, bifvélavirkjameistari fæddist þar 17. janúar 1948 og lést 11. febrúar 2023.
Foreldrar hans voru Haukur Högnason frá Vatnsdal, bifreiðastjóri, f. 7. júlí 1912, d. 13. apríl 1993, og kona hans Jóhanna Jósefína Jósefsdóttir frá Siglufirði, húsfreyja, f. 2. október 1912, d. 2. nóvember 1982.

Börn Jóhönnu og Hauks:
1. Svala Guðný Vatnsdal Hauksdóttir húsfreyja, leiðbeinandi í Eyjum, f. 4. ágúst 1939, d. 11. september 2020. Maður hennar Jón Ingi Hauksson.
2. Ölver Hauksson bifreiðastjóri, f. 11. september 1943, d. 25. september 2018, ókvæntur.
3. Sigurður Högni Hauksson bifvélavirkjameistari í Eyjum, f. 17. janúar 1948, d. 11. febrúar 2023. Barnsmóðir hans Elísabet Bjarnason. Fyrrum kona hans Sigríður Fanney Jónsdóttir. Kona hans Margrét Brandsdóttir.
Barn Jóhönnu fyrir hjónaband, með Haraldi Óskari Kristjánssyni frá Ísafirði:
4. Pétur Jóhannesson Haraldsson vélstjóri, f. 26. júní 1933 á Siglufirði, d. 14. júlí 1978 á Ísafirði. Hann ólst upp hjá föðurforeldrum sínum á Ísafirði.

Sigurður var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lærði bifvélavirkjun í Iðnskólanum og hjá Helga Guðjónssyni í Eyjum og hjá honum á Bifreiðaverkstæði SÍS í Reyjavík, varð sveinn um 1975 og fékk meistarabréf um 1978.
Sigurður vann sjálfstætt, en lengst hjá Áhaldahúsinu, til sjötugs.
Hann eignaðist barn með Elísabetu 1978.
Þau Fanney giftu sig, eignuðust tvö börn, en skildu. Þau bjuggu á Jaðri við Vestmannabraut 6.
Þau Margrét giftu sig 1998, eignuðust ekki börn saman, en Margrét átti fyrir fjögur börn. Þau bjuggu á Jaðri.

I. Barnsmóðir Sigurðar Högna var Elísabet Bjarnason, síðar húsfreyja í Mosfellsbæ og á Akureyri, f. 8. apríl 1953, d. 15. ágúst 2020.
Barn þeirra:
1. Camilla Guðjónsdóttir, f. 17. febrúar 1978. Hún er ættleidd. Maður hennar Jóhann Freyr Jónsson.

II. Kona Sigurðar, (skildu), er Sigríður Fanney Jónsdóttir úr Reykjavík, sjúkraþjálfari, f. 1. maí 1946.
Börn þeirra:
2. Sigríður Soffía Sigurðardóttir viðskiptafræðingur, vinnur hjá KPMG og er einn af eigendum fyrirtækisins, f. 19. september 1979 í Reykjavík. Sambúðarmaður hennar Bogi Snær Bjarnason.
3. Svava Sigurðardóttir starfsmaður hjá Valitor, f. 11. desember 1980. Sambúðarmaður hennar Lúðvík Brynjólfsson.

III. Kona Sigurðar, (12. september 1999), er Margrét Brandsdóttir húsfreyja, f. 13. janúar 1949. Hún dvelur í Hraunbúðum.
Börn hennar:
1. Brandur Sigurjónsson, f. 31. janúar 1970. Kona hans Edda Einarsdóttir.
2. Einar Örn Finnsson, f. 12. desember 1973. Kona hans Sylvía Oddný Einarsdóttir.
3. Bergrún Finnsdóttir, f. 2. ágúst 1979. Maður hennar Guðlaugur R. Rúnarsson.
4. Gísli Finnsson, f. 17. apríl 1984. Kona hans Vala Gunnarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.