Sigurður Guðnason (Kirkjubæ)

From Heimaslóð
Revision as of 20:20, 22 August 2015 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search

Sigurður Guðnason bóndi á Kirkjubæ fæddist 1770 í Stakkagerði og lést 27. nóvember 1841 á Gjábakka.

Sigurður var kvæntur vinnumaður á Kornhólsskansi 1801, og kona hans Sigríður Guðmundsdóttir var þar vinnukona. Þá var barnsmóðir hans Kristín Markúsdóttir 24 ára vinnukona á Kirkjubæ hjá sr. Bjarnhéðni.
Hann var kvæntur bóndi á Vilborgarstöðum 1816 með Guðrúnu Magnúsdóttur 49 ára.

I. Barnsmóðir Sigurðar var Kristín Markúsdóttir, þá vinnukona í Danskagarði.
Barnið var
1. Guðni Sigurðsson, f. 30. nóvember 1799, d. 5. desember 1799 úr ginklofa.

II. Fyrsta kona Sigurðar, (24. janúar 1801), var Sigríður Guðmundsdóttir, þá 22 ára, f. 1778, d. 1. desember 1802.
Barn þeirra var
2. Lafranz Sigurðsson, f. 30. október 1801, d. 9. nóvember 1801 úr ginklofa.

III. Önnur kona Sigurðar, (6. nóvember 1803), var Guðrún Bjarnadóttir, þá 28 ára, f. 1778, d. 25. júní 1808 af barnsförum.
Börn þeirra:
3. Sigríður Sigurðardóttir, f. 15. desember 1803, d. 24. desember 1803 úr ginklofa.
4. Bjarni Sigurðsson, f. 8. maí 1805, d. 15. maí 1805 úr ginklofa.
5. Sigurður Sigurðsson, f. 28. september 1806, d. í október 1806 úr ginklofa.
6. Sveinn Sigurðsson, f. 17. júní 1808, d. 23. júní 1808 úr ginklofa.

IV. Þriðja kona Sigurðar, (6. nóvember 1809), var Guðrún Magnúsdóttir, f. 1767, d. 14. október 1839. Hann var þriðji maður hennar. Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.