Sigurður Guðmundsson (Eiðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Sigurður Guðmundsson.

Sigurður Guðmundsson frá Eiðum, verkamaður, netagerðarmaður fæddist þar 14. janúar 1925 og lést 12. september 2002 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Guðmundur Eyjólfsson sjómaður og síðar starfsmaður Lifrarsamlags Vestmannaeyja, f. 24. nóvember 1900 á Iðu í Biskupstungum, d. 1. október 1976, og kona hans Árný Magnea Steinunn Árnadóttir frá Byggðarholti, f. 18. september 1901 í Stíghúsi, d. 2. nóvember 1960.
Börn Árnýjar og Guðmundar:
1. Ólöf Stella Guðmundsdóttir húsfreyja í Kópavogi, f. 29. júlí 1923 á Eiðum.
2. Sigurður Guðmundsson netagerðarmaður, f. 14. janúar 1925 á Eiðum, d. 12. september 2002.
3. Árni Guðmundsson vélstjóri, síðar húsvörður í Kópavogi, f. 25. júní 1926 á Eiðum, d. 12. nóvember 2000.
4. Ólafur Guðmundsson trésmíðameistari, kennari, f. 26. október 1927 á Eiðum, d. 10. ágúst 2007.
5. Anton Guðmundsson vélsmiður, f. 29. júlí 1929 á Eiðum, d. 10. ágúst 2013.
6. Páll Valdimar Karl Guðmundsson, f. 13. október 1930 á Eiðum, d. 14. apríl 1931.

Sigurður (Siggi á Eiðum) var með foreldrum sínum í æsku og fram á fullorðinsár.
Hann vann verkamannastörf, varð síðan netagerðarmaður og vann við veiðarfæri mestan hluta ævinnar, fyrst hjá Netagerð Ingólfs og síðan hjá Einari Sigurðssyni.
Þau Kristín Anna giftu sig í Reykjavík 1959. Hún fluttist til Eyja í byrjun árs 1960. Þau eignuðust þrjú börn, bjuggu í Gvendarhúsi, á Heiðarvegi 42 og á Eiðum, reistu hús við Grænuhlíð 20 1960-1964 og bjuggu þar til Goss.
Þau fluttust til Þorlákshafnar og bjuggu þar síðan.
Sigurður lést 2002. Kristín Anna býr í Þorlákshöfn.

I. Kona Sigurðar, (18. desember 1959), var Kristín Anna Karlsdóttir frá Reykjavík, húsfreyja, verkakona, f. 4. júlí 1937.
Börn þeirra:
1. Sigríður Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, f. 30. ágúst 1960 á Heiðarvegi 42. Maður hennar er Sigurður Baldursson.
2. Árný Sigurðardóttir verkakona í Þorlákshöfn, f. 19. ágúst 1965, tvíburi. Hún á fjögur börn. Barnsfeður hennar eru Grétar Ísfeld Sævarsson og Sigurvin Snorrason.
3. Anna Kristín Sigurðardóttir verkakona í Eyjum, f. 19. ágúst 1965, tvíburi. Barnsfaðir að þrem börnum er Gerhard Guðmundsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.