Sigurður Guðmundsson (Eiðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. október 2018 kl. 14:28 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. október 2018 kl. 14:28 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Sigurður Guðmundsson.

Sigurður Guðmundsson frá Eiðum, verkamaður, netagerðarmaður fæddist þar 14. janúar 1925 og lést 12. september 2002 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Guðmundur Eyjólfsson sjómaður og síðar starfsmaður Lifrarsamlags Vestmannaeyja, f. 24. nóvember 1900 á Iðu í Biskupstungum, d. 1. október 1976, og kona hans Árný Magnea Steinunn Árnadóttir frá Byggðarholti, f. 18. september 1901 í Stíghúsi, d. 2. nóvember 1960.
Börn Árnýjar og Guðmundar:
1. Ólöf Stella Guðmundsdóttir húsfreyja í Kópavogi, f. 29. júlí 1923 á Eiðum.
2. Sigurður Guðmundsson netagerðarmaður, f. 14. janúar 1925 á Eiðum, d. 12. september 2002.
3. Árni Guðmundsson vélstjóri, síðar húsvörður í Kópavogi, f. 25. júní 1926 á Eiðum, d. 12. nóvember 2000.
4. Ólafur Guðmundsson trésmíðameistari, kennari, f. 26. október 1927 á Eiðum, d. 10. ágúst 2007.
5. Anton Guðmundsson vélsmiður, f. 29. júlí 1929 á Eiðum, d. 10. ágúst 2013.
6. Páll Valdimar Karl Guðmundsson, f. 13. október 1930 á Eiðum, d. 14. apríl 1931.

Sigurður (Siggi á Eiðum) var með foreldrum sínum í æsku og fram á fullorðinsár.
Hann vann verkamannastörf, varð síðan netagerðarmaður og vann við veiðarfæri mestan hluta ævinnar, fyrst hjá Netagerð Ingólfs og síðan hjá Einari Sigurðssyni.
Þau Kristín Anna giftu sig í Reykjavík 1959. Hún fluttist til Eyja í byrjun árs 1960. Þau eignuðust þrjú börn, bjuggu í Gvendarhúsi, á Heiðarvegi 42 og á Eiðum, reistu hús við Grænuhlíð 20 1960-1964 og bjuggu þar til Goss.
Þau fluttust til Þorlákshafnar og bjuggu þar síðan.
Sigurður lést 2002. Kristín Anna býr í Þorlákshöfn.

I. Kona Sigurðar, (18. desember 1959), var Kristín Anna Karlsdóttir frá Reykjavík, húsfreyja, verkakona, f. 4. júlí 1937.
Börn þeirra:
1. Sigríður Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, f. 30. ágúst 1960 á Heiðarvegi 42. Maður hennar er Sigurður Baldursson.
2. Árný Sigurðardóttir verkakona í Þorlákshöfn, f. 19. ágúst 1965, tvíburi. Hún á fjögur börn. Barnsfeður hennar eru Grétar Ísfeld Sævarsson og Sigurvin Snorrason.
3. Anna Kristín Sigurðardóttir verkakona í Eyjum, f. 19. ágúst 1965, tvíburi. Barnsfaðir að þrem börnum er Gerhard Guðmundsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.