Sigurður Grétar Karlsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Sigurður Grétar

Sigurður Grétar Karlsson fæddist 5. ágúst 1932 og lést 1. maí 1951. Hann var frá Garðsstöðum.

Þann 1. maí 1951 varð það slys við Vestmannaeyjar að Sigurður Grétar króknaði úr kulda, er húðkeipur hans sökk skammt frá landi út af Stórhöfða. Sigurður hafði farið út á húðkeip sínum ásamt Sævari Benónýssyni og var ætlun þeirra að róa kringum Vestmannaeyjar. Er þeir félagar voru komnir undir Stórhöfða, hvolfdi húðkeip Sigurðar og sökk hann síðan. Sigurður var í björgunarvesti og gat því haldið sér á floti. Sævar fór félaga sínum til hjálpar, en húðkeipur hans gat ekki borið þá báða; áformuðu þeir þá að Sigurður héldi sér í húðkeipinn, en Sævar reri til lands. Sóttist ferðin mjög hægt, þar sem á móti sjó og vindi var að sækja. Er þeir höfðu haldið þannig áfram um stund, varð að ráði, að Sævar reri í land eftir hjálp og taldi Sigurður sér vera óhætt meðan á því stæði. Tók Sævar land við Ræningjatanga og kom boðum til lögreglunnar frá vitavarðarhúsinu í Stórhöfða. Brugðið var þegar við og haldið út á bátum. Fundu þeir brátt Sigurð á floti í björgunarvesti sínu, um 100 metra frá landi við Stórhöfða. Var þá Sigurður orðinn meðvitundarlaus og lífgunartilraunir báru ekki árangur.


Heimildir

  • Þrautgóðir á raunastund.