Sigurður Einarsson (sjómaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. október 2020 kl. 14:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. október 2020 kl. 14:52 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Einarsson frá Vorsabæ í A-Landeyjum, verkamaður, sjómaður, kyndari fæddist 29. nóvember 1904 og drukknaði í Bretlandi 6. febrúar 1943.
Foreldrar hans voru Einar Jóhannsson í Skála, verkamaður, f. 24. júní 1875, d. 28. desember 1930, og kona hans Anna Einarsdóttir húsfreyja, f. 26. apríl 1872, d. 6. febrúar 1939.
Fósturforeldrar Sigurðar voru föðurforeldrar hans Jóhann Jónsson bóndi í Vorsabæ, f. 24. október 1843, d. 1. nóvember 1919 í Vorsabæ, og kona hans Sigríður Oddsdóttir frá Voðmúlastaða-Suðurhjáleigu, síðar í Litla-Hlaðbæ, f. 1. júlí 1848, d. 10. nóvember 1922.

Börn Önnu og Einars í Eyjum:
a) Guðrún Einarsdóttir húsfreyja í Skála, f. 10. október 1903, d. 30. maí 1961.
Fósturbarn Jóhanns og Sigríðar í Vorsabæ var
b) Sigurður Einarsson sjómaður, f. 29. nóvember 1904, d. 6. febrúar 1943. Hann var sonarsonur þeirra, sonur Einars í Skála.
Börn Sigríðar og Jóhanns í Vorsabæ í Eyjum:
1. Gróa Jóhannsdóttir húsfreyja á Herjólfsgötu 5, f. 23. febrúar 1873, d. 5. júlí 1963.
2. Einar Jóhannsson verkamaður í Skála, f.24. júní 1875, d. 28. desember 1930.
3. Jónína Jóhannsdóttir húsfreyja í Garðsauka, f. 30. október 1886, d. 6. september 1976.

Sigurður var hjá fósturforeldrum sínum í Vorsabæ, en fluttist þaðan til Eyja 1921.
Hann vann í fyrstu í frystihúsi Óskars Halldórssonar, en var síðan sjómaður, var kyndari á Sæfellinu og í fiskflutningum til Bretlands á Stríðsárunum og drukknaði í höfninni í Fleetwood 1943.
Þau Oddný Ólafía giftu sig 1928, eignuðust þrjú börn, en misstu eitt þeirra nýfætt. Þau bjuggu á Borgarhóli, Kirkjuvegi 11 1930, á Goðafelli, Hvítingavegi 3 1934 með börnunum Georg og Agnari Reyni og á Brekastíg 19 1940.

I. Kona Sigurðar, (18. maí 1928), var Oddný Ólafía Eyjólfsdóttir frá Haraldsstöðum í Seyðisfirði, húsfreyja, f. 18. febrúar 1904 á Vestdalseyri þar, d. 18. september 1970.
Börn þeirra:
1. Georg Sigurðsson verkamaður, f. 23. janúar 1930 á Borgarhóli. Kona hans Ása Valtýsdóttir.
2. Eyrún Anna Sigurðardóttir, f. 21. júní 1931 á Borgarhóli, d. 9. júlí 1931.
3. Agnar Reynir Sigurðsson verkamaður, f. 5. ágúst 1933 á Goðafelli, d. 5. desember 1999. Kona hans, skildu, Eyrún Auðunsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.