Sigurður Daníelsson (Þorlaugargerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Sigurður Daníelsson frá Þorlaugargerði, vinnumaður fæddist 30. nóvember 1860 í Vestra-Þorlaugargerði og lést 14. maí 1945 á Brimnesi í Seyðisfirði.
Foreldrar hans voru Daníel Magnússon bóndi á Kirkjubæ, f. 1818, d. 15. desember 1869, og kona hans Ragnhildur Jónsdóttir húsfreyja, f. 28. desember 1830, d. 23. maí 1879.

Sigurður missti föður sinn, er hann var 9 ára. Hann var 9 ára í Núpakoti u. Eyjafjöllum 1870, uppeldissonur hjónanna þar Þorvalds Björnssonar og Elínar Guðmundsdóttur 1880.
Hann var vinnumaður hjá Valdimar Ottesen í Ingvarshúsi í Keflavík 1890.
Þau Jóhanna komu frá Reykjavík að Brimnesi í Seyðisfirði 1907.
Sigurður var kvæntur húsmaður í Brimneshjáleigu þar 1910; þar með konu sinni Jóhönnu Margréti Guðmundsdóttur. Hann vinnumaður á Brimnesi þar 1920 og 1930 og bjó þar við andlát 1945.

Kona Sigurðar var Jóhanna Margrét Guðmundsdóttir, f. 21. mars 1858 í Hjallakoti á Álftanesi, d. 7. maí 1942 á Brimnesi í Seyðisfirði. Barna er ekki getið.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.