Sigurður Þórir Ágústsson (Melstað)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. september 2017 kl. 12:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. september 2017 kl. 12:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sigurður Þórir Ágústsson (Melstað)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Sigurður Þórir Ágústsson.

Sigurður Þórir Ágústsson flugvirki frá Melstað fæddist 7. desember 1922 á Melstað og lést 2. maí 1975.
Foreldrar hans voru Sigrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 10. febrúar 1886, d. 16. febrúar 1978, og síðari maður hennar Ágúst Úlfarsson útgerðarmaður, trésmiður, f. 9. júní 1896, d. 5. október 1979.

Börn Sigrúnar og fyrri manns hennar Sigurðar Hermannssonar:
1. Þórunn Sigurðardóttir húsfreyja, f. 6. ágúst 1911, d. 17. janúar 1996, gift Jóni Ólafssyni bankamanni, f. 20. mars 1909, d. 9. mars 1960.
2. Þorsteinn Sigurðsson frystihússrekandi, f. 14. nóvember 1913, d. 19. júní 1997, kvæntur Önnu Ólafíu Jónsdóttur húsfreyju frá Hólmi, f. 11. október 1917, d. 9. júlí 2007.
3. Sigríður Sigurðardóttir, f. 26. nóvember 1917, d. 20. júní 1921.
Börn Sigrúnar og síðari manns hennar Ágústs Úlfarssonar:
4. Sigurður Þórir Ágústsson flugvirki, f. 7. desember 1922, d. 2. maí 1975.
5. Ásta Sigurlaug Ágústsdóttir, f. 20. febrúar 1927 á Melstað, d. 24. maí 1927.

Sigurður Þórir lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum 1940, tók hið minna vélstjórapróf 1941 og lærði rennismíði hjá Þorsteini Steinssyni.
Hann hóf nám í flugvirkjun í Bungard fugvirkja- og flugskólanum í Buffalo í New York-fylki í október 1944 og lauk því námi 1945, fékk meistararétindi 27. nóvember 1953.
Sigurður Þórir varð deildarstjóri loftskrúfudeildar Flugfélags Íslands við heimkomuna frá námi.
Hann stofnaði Flugskólann Þyt ásamt Karli Eiríkssyni og Finni Björnssyni og rak hann 1954-1965, en réðst þá tæknikennari og deildarstjóri hlutadeildar félagsins. Þar sá hann meðal annars um endurnýjun véla og tækjabúnaðar.
Þá vann hann sjálfstætt við endurnýjun vélarhluta og hreyfla einkaflugvéla.
Sigurður Þórir var einn af stofnendum Flugvirkjafélags Íslands 1947 og gegndi þar trúnaðarstörfum, var formaður félagsins 1950-1951.
Þau Oddrún Inga giftu sig 1946 og eignuðust fimm börn.
Sigurður Þórir lést 1975 og Oddrún Inga 2004.

I. Kona Sigurðar Þóris, (20. apríl 1946), var Oddrún Inga Pálsdóttir húsfreyja, umsjónarmaður, matráðskona og silfursmiður frá Lunansholti í Landsveit, f. 22. ágúst 1922, d. 2. mars 2004. Foreldrar hennar voru Páll Þórarinn Jónsson bóndi í Hjallanesi á Landi, f. 1. september 1893 í Holtsmúla í Landsveit, d. 2. febrúar 1951, og kona hans Halldóra Oddsdóttir, húsfreyja, bóndi, f. 29. janúar 1891 í Lunansholti, d. 10. júlí 1971.
Börn þeirra Oddrúnar Ingu:
1. Ágúst Úlfar Sigurðsson, f. 18. september 1946, tölvunarfræðingur, kvæntur Erlu Þórðar húsfreyju, lífeindafræðingi, f. 19. apríl 1947.
2. Halldóra Sunna Sigurðardóttir húsfreyja, líffræðingur í Reykjavík, f. 27. mars 1949. Maður hennar var Ólafur Pétur Jakobsson lýtalæknir, f. 30. apríl 1950.
3. Sigrún Lóa Sigurðardóttir húsfreyja í Noregi, arkitekt, f. 3. ágúst 1951, gift Jóni Gunnari Jörgensen prófessor í norrænum fræðum, f. 29. apríl 1953.
4. Páll Ragnar Sigurðsson vélaverkfræðingur, f. 29. janúar 1954, d. 24. ágúst 2017. Hann var kvæntur Marjolein Roodbergen húsfreyju, sjúkraþjálfara, f. 16. nóvember 1962.
5. Sigurður Hreinn Sigurðsson kvikmyndagerðarmaður í Reykjavík, f. 20. október 1962, kvæntur Elviru Méndez Pinedo húsfreyju, lögfræðingi, f. 18. desember 1966.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 2. apríl 2004. Minning Oddrúnar Ingu Pálsdóttur.
  • Oddur Pálsson flugvirki, munnl. heimild.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.