Sigurður Árnason (Steinsstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. ágúst 2015 kl. 17:45 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. ágúst 2015 kl. 17:45 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Árnason bóndi á Steinsstöðum fæddist 1844 og hrapaði úr Stórhöfða 4. ágúst 1880.
Foreldrar hans voru Árni Árnason í Hrífunesi í Skaftártungu, f. 13. janúar 1823 þar, d. 4. september 1845 þar, og Ragnhildur Guðmundsdóttir fyrrum húsfreyja í Skálmarbæ í Álftaveri, f. 2. október 1815 í Gröf í Skaftártungu, d. 11. mars 1854 á Þórunúpi í Rang.

Sigurður var tökubarn á Flögu í Skaftártungu 1844-1845, í Sauðhúsnesi í Álftaveri 1845-1846. Hann var með móður sinni í Hrífunesi 1846-1852 og fór þá að Þórunúpi. Hann var aftur tökubarn á Flögu 1854-1855, á Búlandi í Skaftártungu 1855-1856, niðursetningur í Svínadal þar 1856-1857, í Hvammi þar 1857-1861, vinnudrengur í Efri-Ey í Meðallandi 1861-1862. Þá fór hann að Mið-Mörk u. Eyjafjöllum.
Sigurður fluttist til Eyja frá Hrútafelli u. Eyjafjöllum 1864, vinnumaður að Kirkjubæ.
Hann var vinnumaður í Elínarhúsi 1870, vinnumaður í Draumbæ 1871.
Þau Margrét komust að Steinsstöðum 1872 og bjuggu þar meðan þau lifðu.
Margrét lést 1880 úr „kvefsótt“ 4 dögum eftir fæðingu Jóns, sem lést 17. mars, og Sigurður hrapaði til bana 4. ágúst.
Árni sonur þeirra var tekinn í fóstur af Finni Árnasyni og Þuríði Jónsdóttur á Steinsstöðum og Þuríður fór í fóstur að Stóra-Gerði til Sigríðar Jónsdóttur og Bjarna Bjarnasonar. Hún fór með þeim til Utah 1883.

Kona Sigurðar, (7. júní 1872), var Margrét Sæmundsdóttir húsfreyja, f. 1. október 1835, d. 12. mars 1880.
Börn þeirra voru:
Börn þeirra voru:
1. Árni Sigurðsson, f. 24. nóvember 1871, d. líklega í Vesturheimi.
2. Þuríður Sigurðardóttir, f. 13. september 1875. Hún fór með fósturforeldrum sínum til Utah 1883.
3. Jón Sigurðsson, f. 8. mars 1880, d. 17. mars 1880 úr „barnaveiki“.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.