Sigurður Bergsson (Efra-Hvoli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. ágúst 2019 kl. 19:02 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. ágúst 2019 kl. 19:02 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Bergsson verkamaður á Efra-Hvoli fæddist 19. nóvember 1879 í Varmahlíð u. Eyjafjöllum og lést 27. ágúst 1943.
Faðir hans var Bergur bóndi í Varmahlíð undir Eyjafjöllum 1890; var hjá foreldrum í Gíslakoti 1850, vinnumaður í Ysta-Skála 1870, tómthúsmaður í Péturshúsi í Eyjum 1910 með annari konu sinni (1898) Elínu Pétursdóttur; fæddur 5. september 1847, d. 20. nóvember 1927, Jónsson bónda í Gíslakoti undir Eyjafjöllum 1845, 1850 og 1860, f. 1810 í Stórólfshvolssókn, Guðmundssonar bónda í Götu í Stórólfshvolssókn 1801 og 1816, f. 1766 á Strandarhöfða í V-Landeyjum, d. 19. nóvember 1832, og konu Guðmundar Jónssonar, Herdísar húsfreyju í Götu, f. 1770 í Klauf í V-Landeyjum, d. 5. ágúst 1843, Andrésdóttur.
Móðir Bergs og kona (1838) Jóns bónda í Gíslakoti var Þuríður húsfreyja í Gíslakoti; var hjá foreldrum í Gíslakoti 1835, húsfreyja þar 1840 og enn 1860, f. 1815 í Bakkakoti undir Eyjafjöllum, Sigurðardóttir bónda þar 1816, f. um 1774 í Suður-Vík í Mýrdal; var hjá Þuríði dóttur sinni í Gíslakoti 1845 og 1855, Sigurðssonar, og konu Sigurðar Sigurðssonar, Guðnýjar húsfreyju, f. 1773 í Ytri-Sólheimum í Mýrdal, ekkja í Klömbru undir Eyjafjöllum 1801, í Bakkakoti þar 1816 með seinni manni sínum, Sigurði; d. 7. júlí 1847, Sigurðardóttur.

Móðir Sigurðar og kona Bergs var Katrín húsfreyja, áður (1868) gift Árna Jónssyni í Vallatúni undir Eyjafjöllum; fædd 1845, d. 29. júní 1892, Sigurðardóttir vinnumanns í Vallatúni 1835, f. 3. september 1821, drukknaði 6. apríl 1848, Jónssonar bónda á Sitjanda undir Eyjafjöllum 1816, f. 1765 í Pétursey í Mýrdal, d. fyrir mt 1835, Þorleifssonar bónda í Pétursey í Mýrdal, f. 1722, (kona Þorleifs ókunn); og konu Jóns Þorleifssonar, Katrínar Sigurðardóttur húsfreyju, f. í ágúst 1779 á Rauðafelli undir Eyjafjöllum, látin 25. júní 1856, húsfreyja á Sitjanda 1816, ekkja, vinnukona í Vallatúni 1835 með Sigurð son sinn 14 ára, ekkja í Ottahúsi Eyjum 1845 hjá Þóru Jónsdóttur, dóttur sinni.

Systir Sigurðar var Sigríður Bergsdóttir húsfreyja í Hlíðarhúsi, f. 27. júní 1878, d. 13. febrúar 1963.

Sigurður var með foreldrum sínum í Varmahlíð 1890, vinnumaður þar 1901. Hann var sláttumaður í Steinum u. Eyjafjöllum 1910. Bústýra hans þar var Sigurbjörg Jónsdóttir og hjá þeim var Sveinn Þórarinn barn þeirra.
Þau fluttu frá Steinum til Eyja með Svein Þórarinn 1911, bjuggu í Dvergasteini til 1916, á Vilborgarstöðum 1916-1917, á Seljalandi 1917-1921, síðan á Efra-Hvoli. Þau Sigurbjörg eignuðust fjögur börn, en misstu eitt þeirra fimm daga gamalt.
Sigurður vann margvísleg verkammannastörf, hjá fyrirtæki Gísla J. Johnsen, við múrverk við byggingu Samkomuhússins o.fl.
Sigurður lést 1943 og Sigurbjörg 1963.

I. Kona Sigurðar var Jónína Sigurbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 8. maí 1884 í Núpakoti u. Eyjafjöllum, d. 16. nóvember 1963.
Börn þeirra:
1. Sveinn Þórarinn Sigurðsson bifreiðastjóri, f. 23. maí 1905 í Steinum u. Eyjafjöllum, d. 11. júní 1996.
2. Guðlaugur Kjartan Sigurðsson, f. 22. september 1911 í Dvergasteini, d. 27. september 1911.
3. Tómas Elías Sigurðsson vélvirki, f. 30. mars 1914 í Dvergasteini, d. 26. janúar 1994.
4. Elínborg Dagmar Sigurðardóttir húsfreyja í Kópavogi, f. 8. september 1915 í Dvergasteini, d. 9. júlí 1991.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.