Sigríður Ágústsdóttir (Baldurshaga)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. desember 2019 kl. 13:42 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. desember 2019 kl. 13:42 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sigríður Ágústsdóttir (Baldurshaga)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Sigríður Ágústsdóttir.

Sigríður Ágústsdóttir frá Baldurshaga, húsfreyja, kaupkona í Reykjavík fæddist 13. október 1910 í Baldurshaga og lést 17. september 2000 á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar voru Ágúst Árnason í Baldurshaga, kennari, smiður, f. 18. ágúst 1871, d. 2. apríl 1957, og kona hans Ólöf Ólafsdóttir húsfreyja, f. 28. nóvember 1884, d. 21. júlí 1963.

Börn Ólafar og Ágústs:
1. Guðrún Ágústsdóttir, f. 21. júlí 1907, d. 1. mars 2003.
2. Sigríður Ágústsdóttir, f. 13. október 1910, d. 17. september 2000.
3. Margrét Ágústsdóttir, f. 1. júní 1914, d. 20. maí 1998.
4. Lóa Ágústsdóttir, f. 13. október 1920 í Baldurshaga, d. 1. apríl 2003.
Fósturbörn Ólafar og Ágústs:
5. Þuríður Guðrún Vigfúsdóttir húsfreyja í Vatnsdal í Fljótshlíðarhreppi , f. 12. mars 1900, d. 30. ágúst 1946.
6. Óskar Guðjónsson, f. 13. febrúar 1926, d. 8. mars 2001. Hann var sonur Þuríðar Guðrúnar og Guðjóns Úlfarssonar.

Sigríður var með foreldrum sínum í æsku, var enn með þeim 1934. Hún fór til náms í Aberdeen í Skotlandi 1935.
Þau Óli giftu sig 1941, eignuðust tvö börn, tvíbura. Þau bjuggu að Háteigsvegi 12 í Reykjavík.
Óli var stórkaupmaður og þau Sigríður og dætur þeirra stofnuðu og ráku verslunina Áklæði og gluggatjöld.
Óli lést 1977 og Sigríður 2000.

I. Maður Sigríðar, (23. ágúst 1941), var Óli Vernharður Metúsalemsson útgerðarstjóri, stórkaupmaður, kaupmaður, f. 23. ágúst 1901, d. 25. október 1977. Foreldrar hans voru Metúsalem Jóhannsson frá Akureyri, útgerðarmaður í Reykjavík, trésmiður og kaupmaður á Akureyri, f. 15. nóvember 1874, d. 26. mars 1941, og kona hans Sigríður Sörensdóttir frá Björgum í Ljósavatnshreppi, S-Þing., húsfreyja, f. 1. mars 1884, d. 8. október 1962.
Börn þeirra:
1. Sigrún Fríða Óladóttir húsfreyja, f. 22. febrúar 1950 í Reykjavík. Maður hennar Ævar Guðmundsson.
2. Ólöf Erla Óladóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 22. febrúar 1950. Maður hennar Ari Bergmann Einarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.