Sigríður Ketilsdóttir (Brattlandi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. desember 2017 kl. 12:38 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. desember 2017 kl. 12:38 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sigríður Ketilsdóttir (Brattlandi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Ketilsdóttir húsfreyja fæddist 8. águst 1915 í Ásólfsskála u. Eyjafjöllum og lést 9. maí 1998 á Selfossi.
Foreldrar hennar voru Ketill Ketilsson bóndi, síðar verkamaður í Eyjum, f. 13. mars 1865 í Ásólfsskála, d. 23. febrúar 1948, og kona hans Katrín Bjarnardóttir húsfreyja, f. 18. nóvember 1879 í Drangshlíð u. Eyjafjöllum, d. 18. apríl 1958.

Börn Ketils og Katrínar:
1. Guðbjörg Ketilsdóttir húsfreyja, f. 13. mars 1910, síðast í Kópavogi, d. 30. janúar 1989.
2. Sigríður Ketilsdóttir húsfreyja, f. 8. ágúst 1915, síðast á Selfossi, d. 9. maí 1998.

Sigríður var með foreldrum sínum í æsku, var með þeim í Ásólfsskála 1920 og fluttist með þeim til Eyja 1922.
Hún var vinnukona hjá Guðmundi Jónssyni skósmið á Heimagötu 20 1930, var með foreldrum sínum 1934.
Hún leitaði í kaupavinnu uppi á landi, en bjó með Gunnlaugi á Miðhúsum 1938. Þar eignuðust þau dreng sem dó samdægurs.
Þau bjuggu í Nýhöfn 1940, í Hvíld 1944, á Seljalandi 1946 og enn 1948.
Þau byggðu húsið að Hólagötu 11 og bjuggu þar 1949 og síðan til Goss.
Þau eignuðust fimm börn, sem lifðu.
Fjölskyldan fluttist upp á land í Gosinu, fyrst til Hveragerðis, en síðan á Selfoss. Þar vann Sigríður um skeið hjá Kjötvinnslu Kaupfélagsins.
Hjónin dvöldu á Hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi. Þar lést Gunnlaugur 1992 og Sigríður 1998.

I. Maður Sigríðar var Gunnlaugur Scheving Gunnlaugsson bifreiðastjóri, f. 13. október 1906 á Bergsstöðum, d. 7. júní 1992. Börn þeirra:
1. Drengur f. 10. nóvember 1938, d. sama dag.
2. Erling Gunnlaugsson bifvélavirkjameistari á Selfossi, f. 30. ágúst 1944 að Faxastíg 14.
3. Katrín Erla Gunnlaugsdóttir húsfreyja, f. 8. júní 1946 að Hásteinsvegi 10.
4. Áskell Gunnlaugsson húsasmíðameistari, f. 26. apríl 1948 að Hásteinsvegi 10.
5. Eygló Sigurlaug Gunnlaugsdóttir húsfreyja, bóndi á Eyði-Sandvík, f. 25. apríl 1950 að Hólagötu 11.
6. Ásta Gunnlaugsdóttir húsfreyja, garðyrkjubóndi í Hveragerði, f. 9. febrúar 1955 að Hólagötu 11.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Valdaætt. Niðjatal Valda Ketilssonar bónda á Sauðhúsvöllum undir Eyjafjöllum og k.h. Katrínar Þórðardóttur. Magnea Árnadóttir. Handrit 1992.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.