Sigrún Sævarsdóttir (Grænuhlíð)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Sigrún Sævarsdóttir.

Sigrún Sævarsdóttir kennari, skrifstofumaður frá Grænuhlíð 12 fæddist 9. febrúar 1960 í Eyjum.
Foreldrar hennar eru Lárus Sævar Sæmundsson rafvirkjameistari, vélstjóri, f. 17. janúar 1940 í Reykjavík, og kona hans Sigríður Sigurbjörnsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 24. október 1939 á Þorvaldseyri

Sigrún ólst upp með foreldrum sínum, fyrst í Sólhlíð, síðan í Grænuhlíð 12 til Goss og þá í Reykjavík.
Hún varð stúdent frá Menntaskólanum við Sund 1980, lauk kennaraprófi 1983.
Sigrún var kennari við Gagnfræðaskólann í Njarðvík 1983-1985, síðan við Laugarnesskólann í Reykjavík til 1998. Hún hefur unnið síðan hjá Tollstjóranum í Reykjavík.
Hún er ógift og barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Prestþjónustubækur.
  • Sigríður Sigurbjörnsdóttir.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.