Sigrún Magnúsdóttir (Sjónarhól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Jóhanna Sigrún Magnúsdóttir frá Sjónarhól fæddist 23. maí 1920 á Ósi á Eyrarbakka og lést 17. apríl 1981.
Foreldrar hennar voru Magnús Jóhannesson bátsformaður, f. 17. mars 1896 í Suður-Vík í Mýrdal, d. 10. júlí 1987, og kona hans Jónína Kristín Sveinsdóttir frá Eyrarbakka, húsfreyja, f. 27. desember 1899, d. 9. júlí 1973.

Börn Magnúsar og Jónínu voru:
1. Jóhanna Sigrún Magnúsdóttir húsfreyja, f. 23. maí 1920 á Eyrarbakka, d. 17. apríl 1981.
2. Adolf Hafsteinn Magnússon stýrimaður, vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 12. febrúar 1922 í Nikhól, d. 22. nóvember 2005.
3. Emil Sigurður Magnússon vélstjóri, verkstjóri, f. 23. september 1923 í París, d. 16. apríl 2008.
4. Kristján Þórarinn Magnússon, f. 25. september 1925 á Lágafelli, d. 23. ágúst 1929.
5. Magnús Magnússon sjómaður, stýrimaður, f. 5. júlí 1927 á Seljalandi, d. 14. september 2002.

Sigrún fluttist með foreldrum sínum til Eyja 1920 og var með þeim á Reynivöllum á því ári.
Hún var með þeim í Nikhól 1922, í París 1923, á Lágafelli 1925, á Seljalandi 1927, í Litla-Hvammi 1930, á Skildingavegi 10 1934.
Þau voru komin á Sjónarhól 1940.
Sigrún og Pétur giftu sig 1941. Þau bjuggu á Brekastíg 15 við fæðingu Bjarkar 1941 og Stefáns 1943, á Fífilgötu 5 við fæðingu Sveins Inga 1945, en voru komin á Strönd við fæðingu Hallgerðar og voru þar enn við fæðingu Helgu Sigurborgar 1951.
Þau fluttu að Vesturvegi 31 og bjuggu þar 1959 og enn við Gos 1973.
Hjónin settust að í Hafnarfirði.
Sigrún lést 1981 og Pétur 1993.

I. Maður Sigrúnar, (31. desember 1941), var Pétur Sigurðsson Stefánsson lögregluþjónn, síðar heilbrigðisfulltrúi, f. 1. maí 1917 á Högnastöðum á Eskifirði, d. 24. nóvember 1993.
Börn þeirra:
1. Björk Guðríður Pétursdóttir, f. 3. september 1941 á Brekastíg 15.
2. Stefán Pétursson, f. 30. september 1943 á Brekastíg 15.
3. Sveinn Ingi Pétursson, f. 29. maí 1945 á Fífilgötu 5.
4. Hallgerður Pétursdóttir, f. 13. janúar 1948 á Strönd, d. 24. september 2022.
5. Helga Sigurborg Pétursdóttir, f. 18. ágúst 1951 á Strönd.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.