Sigrún Jónsdóttir (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Jónína Sigrún Jónsdóttir.

Sigrún Jónsdóttir húsfreyja, kennari fæddist 12. febrúar 1918 á Snældubeinsstöðum í Reykholtsdal í Borgarfirði og lést 14. maí 2013 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Guðlaugur Hannesson bóndi, f. 4. ágúst 1877, d. 10. ágúst 1921, og kona hans Sigurbjörg Ívarsdóttir húsfreyja, f. 21. september 1883, d. 6. desember 1927.
Kjörforeldrar Sigrúnar voru Jón Ívarsson kaupfélagsstjóri, forstjóri, f. 1. janúar 1891, d. 3. júní 1982, og kona hans Guðríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 11. september 1890, d. 7. febrúar 1975.

Sigrún var með væntanlegum kjörforeldrum sínum í Arabíu í Borgarnesi 1920, með þeim í Höfn í A-Skaft. 1930.
Hún nam við Laugarvatnsskólann 1935-1936, tók íþróttakennarapróf 1937, kennarapróf 1940.
Sigrún var kennari í Garðahverfi í Gull. 1940-1941, við Barnaskólann 1941-1943.
Hún fluttist til Akraness 1945 og hafði þar forgöngu um íþróttastarf fyrir konur, útivist og fjallgöngur. Sigrún fluttist til Reykjavíkur 1954 og kenndi í Gagnfræðaskóla verknáms og Ármúlaskóla og gegndi því starfi til starfsloka. Þau Magnús giftu sig 1941, eignuðust tvö börn, bjuggu á Stóra-Gjábakka, Bakkastíg 8, um skeið á Akranesi, síðar á Tómasarhaga og Grund í Reykjavík.
Magnús lést 2012 og Sigrún 2013.

I. Maður Jónínu Sigrúnar, (13. september 1941), var Magnús Jónsson kennari, skólastjóri, f. 6. ágúst 1916 í Bolungarvík, d. 6. júní 2012 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Gyða Margrét Magnúsdóttir húsfreyja, B.Sc.-hjúkrunarfræðingur, f. 5. nóvember 1942 á Stóra-Gjábakka.
2. Jón Magnússon lögfræðingur, hæstaréttarlögmaður, fyrrverandi alþingismaður, f. 23. mars 1946 á Akranesi. Fyrrum kona hans er Halldóra Jónasdóttir Rafnar. Fyrrum kona er Marta Bryngerður Helgadóttir. Kona hans er Margrét Þórdís Stefánsdóttir. Barnsmóðir Jóns er Fanný Jónmundsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 27. maí 2013. Minning.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.