Sigríður Sveinsdóttir (Háagarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. maí 2015 kl. 22:04 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. maí 2015 kl. 22:04 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Sveinsdóttir vinnukona frá Háagarði fæddist 18. júní 1849 og lést 2. september 1925.
Foreldrar hennar voru Sveinn Sveinsson sjávarbóndi í Háagarði, f. 26. desember 1825, drukknaði 30. mars 1859, og kona hans Valgerður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 31. ágúst 1822, d. 3. febrúar 1894.

Systkini Sigríðar í Eyjum:
1. Ragnheiður Sveinsdóttir húsfreyja í Uppsölum, kona Sigmundar Finnssonar.
2. Jósef Sveinsson sjómaður, f. 9. júní 1848, d. 26. febrúar1869 í Útilegunni miklu.
3. Björg Sveinsdóttir húsfreyja, kona Stefáns Guðmundar Erlendssonar. Hún fór til Vesturheims.

Sigríður var hjá foreldrum sínum í Götu 1850, fósturbarn á Búastöðum 1855 og 1860, 21 árs niðursetningur í Norðurgarði 1870.
Hún var 30 ára vinnukona í Álfhólum í V-Landeyjum 1880, 40 ára vinnukona í Stóra-Gerði 1890, hjú í Dalbæ 1901.
Sigríður var í Uppsölum hjá Ragnheiði systur sinni 1910 og 1920.
Hún lést 1920.

I. Barnsfaðir Sigríðar var Dagbjartur Vigfússon vinnumaður frá Hólshúsi, síðar í Vesturheimi, f. 7. september 1865.
Barn þeirra var
1. Nikolína Dagbjartsdóttir, f. 4. nóvember 1890, d. 6. desember 1890.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.