Sigríður Sigurbjörnsdóttir (Sólhlíð)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Sigríður Sigurbjörnsdóttir.

Sigríður Sigurbjörnsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður fæddist 24. október 1939 á Þorvaldseyri.
Foreldrar hennar voru Sigurbjörn Sigfinnsson vélstjóri, skipstjóri f. 9. desember 1911 á Hnausum, d. 22. september 1979, og kona hans Guðrún Gíslína Gísladóttir húsfreyja, f. 2. júní 1913, d. 29. október 1995.

Sigríður var með foreldrum sínum í æsku, fæddist á Þorvaldseyri við Vestmannabraut, var þar til tveggja ára aldurs, á Herðubreið við Heimagötu frá tveggja til 10 ára og síðan í Sólhlíð 26.
Hún tók gagnfræðapróf 1956 og vann um 18 ára skeið hjá Rafveitunni.
Þau Sævar eignuðust Sigrúnu 1960, bjuggu þá í Sólhlíð 26, keyptu Grænuhlíð 12 tæplega fokhelda 1960, luku byggingunni og fluttu í húsið í nóvember 1963 og giftu sig í sama mánuði.
Þau bjuggu í Eyjum til Goss, en fluttust þá til Reykjavíkur og hafa búið þar síðan.
Hún vann í Reykjavík hjá Lyfjaverslun Ríkisins, sem síðar varð Icepharma, í samtals 18 ár.

I. Maður Sigríðar, (16. nóvember 1963), er Lárus Sævar Sæmundsson vélstjóri, rafvirkjameistari, f. 17. janúar 1940 í Reykjavík.
Barn þeirra:
1. Sigrún Sævarsdóttir kennari og skrifstofumaður í Reykjavík, f. 9. febrúar 1960.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.
  • Sigríður og Sævar.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.