Sigríður Sigurðardóttir (Dyrhólum)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Sigríður Sigurðardóttir frá Eystri-Sólheimum í Mýrdal, húsfreyja fæddist þar 28. október 1876 og lést 24. mars 1951 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Sigurður Björnsson bóndi í Gíslakoti u. Eyjafjöllum, síðar vinnumaður á Felli í Mýrdal, f. 11. júní 1834 á Raufarfelli u. Eyjafjöllum, d. 6. mars 1890, og barnsmóðir hans Sigríður Einarsdóttir vinnukona, f. 27. maí 1849 að Efri-Fljótum í Meðallandi, d. 22. júní 1947 í Garðakoti í Mýrdal.

Sigríður var með móður sinni á Eystri Sólheimum til 1878, á Suður-Hvoli í Mýrdal 1878-1900, var vinnukona á Loftsölum þar 1900-1901, á Suður-Hvoli 1901-1902.
Þau Magnús giftu sig 1902, voru húsfólk í Hryggjum í Mýrdal 1902-1903, bændur þar 1903-1907, á Dyrhólum 1907-1927.
Magnús dó 1927 og Sigríður bjó á Dyrhólum til 1931, en þá fluttist hún til Eyja. Börn hennar fluttust þangað einnig.
Hún bjó hjá Sigurbjörgu dóttur sinni og Sæmundi Jónssyni á Miðhúsum 1934. Þar bjuggu einnig önnur börn hennar þrjú.
Hún hélt heimili með Haraldi syni sínum á Miðhúsum 1940. Þau voru í Oddhól hjá Sigurbjörgu 1945, bjuggu á Heimagötu 25 1949.
Sigríður lést 1951.

I. Maður Sigríðar, (19. desember 1902), var Magnús Björnsson bóndi í Hryggjum og á Dyrhólum í Mýrdal, f. 10. apríl 1871 á Loftsölum í Mýrdal, d. 29. desember 1927 á Dyrhólum. Foreldrar hans voru Björn Björnsson bóndi á Loftsölum, f. 21. október 1832 í Kerlingardal, d. 26. júní 1900 á Loftsölum, og kona hans Elín Þórðardóttir húsfreyja, f. 13. júlí 1830 á Brekkum í Mýrdal, d. 18. febrúar 1908 á Loftsölum.
Bræður Magnúsar á Dyrhólum í Eyjum voru
1. Sigbjörn Björnsson á Ekru.
2. Bjarni Björnsson í Túni.

Börn Sigríðar og Magnúsar voru:
1. Ragnhildur Jónía Magnúsdóttir húsfreyja á Hjalteyri, f. 19. október 1903, d. 7. ágúst 1992.
3. Sigurbjörg Magnúsdóttir húsfreyja í Oddhól, f. 30. ágúst 1905, d. 25. júní 1996.
4. Ingibjörg Magnúsdóttir húsfreyja í Stóra-Gerði, f. 17. desember 1909, d. 5. nóvember 1978.
5. Haraldur Magnússon bústjóri, sjómaður, vélstjóri, f. 4. september 1912, d. 30. október 1974.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.