Sigríður Sigurðardóttir (Dalahjalli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Sigríður Sigurðardóttir vinnukona frá Dalahjalli fæddist 14. ágúst 1841 og lést 22. mars 1876.
Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson sjómaður í Dalahjalli, f. um 1802, d. 29. maí 1866, og kona hans Kristín Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1810, d. 9. febrúar 1887.

Systir Sigríðar var Guðríður Sigurðardóttir húsfreyja í Litlakoti, f. 19. mars 1834, d. 25. júlí 1890.

Sigríður var með fjölskyldu sinni í Dalahjalli 1845 og 1850.
Hún var léttastúlka hjá Árna Einarssyni og Guðfinnu Austmann á Vilborgarstöðum 1855, vinnukona í Garðinum 1860, var hjá Arndísi Jónsdóttur í Kastala 1870. Hún var vinnukona í Svaðkoti við andlát.
Sigríður lést 1876 úr „innvortis veikindum“, ógift.

I. Barnsfaðir hennar var Sighvatur Sigurðsson bóndi og formaður á Vilborgarstöðum, f. 10. júlí 1835, d. 8. júlí 1874 eftir Gauksslysið við Klettsnef.
Barn þeirra var
1. Guðbjörg Sighvatsdóttir húsfreyja í Stíghúsi, f. 22. desember 1865, d. 29. apríl 1951. Hún var móðir Jóhanns Péturs Pálmasonar í Stíghúsi, f. 4. mars 1895, d. 7. janúar 1988. Hann var faðir Inga skákmeistara.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.