Sigríður Sigurðardóttir (Dalahjalli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. ágúst 2015 kl. 17:08 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. ágúst 2015 kl. 17:08 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Sigurðardóttir vinnukona frá Dalahjalli fæddist 14. ágúst 1841 og lést 22. mars 1876.
Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson sjómaður í Dalahjalli, f. um 1802, d. 29. maí 1866, og kona hans Kristín Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1810, d. 9. febrúar 1887.

Systir Sigríðar var Guðríður Sigurðardóttir húsfreyja í Litlakoti, f. 19. mars 1834, d. 25. júlí 1890.

Sigríður var með fjölskyldu sinni í Dalahjalli 1845 og 1850.
Hún var léttastúlka hjá Árna Einarssyni og Guðfinnu Austmann á Vilborgarstöðum 1855, vinnukona í Garðinum 1860, var hjá Arndísi Jónsdóttur í Kastala 1870. Hún var vinnukona í Svaðkoti við andlát.
Sigríður lést 1876 úr „innvortis veikindum“, ógift.

I. Barnsfaðir hennar var Sighvatur Sigurðsson bóndi og formaður á Vilborgarstöðum, f. 10. júlí 1835, d. 8. júlí 1874 eftir Gauksslysið við Klettsnef.
Barn þeirra var
1. Guðbjörg Sighvatsdóttir húsfreyja í Stíghúsi, f. 22. desember 1865, d. 29. apríl 1951. Hún var móðir Jóhanns Péturs Pálmasonar í Stíghúsi, f. 4. mars 1895, d. 7. janúar 1988. Hann var faðir Inga skákmeistara.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.