Sigríður Pétursdóttir (Ólafshúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. ágúst 2015 kl. 20:55 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. ágúst 2015 kl. 20:55 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Pétursdóttir í Ólafshúsum fæddist í Hólmahjáleigu í A-Landeyjum 30. ágúst 1830 og lézt í Ólafshúsum 26. desember 1903.
Foreldrar hennar voru bóndahjónin Pétur Ólafsson og síðari kona hans Ólöf Guðlaugsdóttir.
Maður Sigríðar Pétursdóttur var Sigurður bóndi í Búðarhóls-Austurhjáleigu (síðar nefnt Hólavatn), og Kúfhóli í A-Landeyjum, f. 6. ágúst 1833, d. 29. október 1885, Sigurðsson bónda þar, f. 24. júlí 1807 á Kirkjulandi þar, d. 8. júní 1873 í Skíðabakkahjáleigu, Eyjólfssonar bónda í Búðarhóls-Austurhjáleigu, f. 1768 í Norður-Búðarhólshjáleigu (nú nefnt Lækjarhvammur), d. 26. nóvember 1838 í Búðarhóls-Austurhjáleigu, Guðmundssonar, og konu Eyjólfs bónda, Elínar húsfreyju og yfirsetukonu (ljósmóður), f. 1767 í Bakkahjáleigu í A-Landeyjum, d. 7. maí 1855 í Búðarhóls-Austurhjáleigu, Ísleifsdóttur.
Móðir Sigurðar bónda í Búðarhóls-Austurhjáleigu og kona Sigurðar Eyjólfssonar bónda (f. 1807) þar var Guðný húsfreyja, f. 10. júlí 1809, d. 11. febrúar 1889, Magnúsdóttir bónda á Búðarhóli í A-Landeyjum, f. 1763 í Vatnsdalskoti í Fljótshlíð, d. 26. júní 1839 á Kirkjulandi, Jónssonar, og síðari konu Magnúsar á Búðarhóli, Elínar húsfreyju, f. 1774, d. 17. júlí 1843, Þorsteinsdóttur.

Þau Sigríður og Sigurður bjuggu í Búðarhóls-Austurhjáleigu 1857-1869 og í Kúfhóli frá 1869-1885, en Sigríður bjó þar áfram til ársins 1886.
Hún fluttist til Eyja og var í skjóli Elínar dóttur sinnar og Jóns Bergs í Ólafshúsum og lézt þar 1903.
Börn þeirra Sigurðar voru:
1. Ólafur námumaður í Winterquarters í Utah, f. 1859, d. 1911;
2. Guðný húsfreyja í Spanish Fork, f. 1860, d. 1934;
3. Vigfús sjómaður og verkamaður á Hóli í Norðfirði, f. 1862, d. 1937, kvæntur Stefaníu Guðjónsdóttur, síðar í Háagarði. Þau voru fósturforeldrar Þorsteins Þ. Víglundssonar;
Ólöf, f. 1864, d. 1864;
4. Elín, f. 1865, d. 1906, húsfreyja í Ólafshúsum, gift Jóni Bergi Jónssyni eldri, -fyrri kona hans;
5. Steinunn, f. 1867, húsfreyja í Oddakoti í A-Landeyjum, Lambhaga og Þingeyri, kona Jóns Jónssonar á Þingeyri;
6. Sigurður formaður í Frydendal, sambýlismaður Önnu Sigríðar Árnadóttur, f. 1869, drukknaði 1912;
7. Pétur skósmiður á Seyðisfirði, f. 1871, d. 1941;
8. Sigríður húsfreyja í Lambhaga, f. 1874, d. 1962, gift Guðmundi sjómanni í Lambhaga.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson, Ragnar Böðvarsson o.fl. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Pers.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.