Sigríður Jónsdóttir (Ofanleiti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Sigríður Jónsdóttir vinnukona að Ofanleiti fæddist 7. febrúar 1841 og lést 2. janúar 1876.
Foreldrar hennar voru Jón Magnússon bóndi á Skíðbakka, Kirkjulandi og Kirkjulandshjáleigu í A-Landeyjum, f. 7. október 1789, d. 29. desember 1877 og barnsmóðir hans Steinunn Steinsdóttir, síðar húsfreyja á Kirkjulandi, f. 29. janúar 1806, d. 4. febrúar 1896.

Sigríður var með föður sínum og konu hans 1845 og 1855, vinnukona hjá Kristínu hálfsystur sinni í Hólmum 1860, en faðir hennar var þar í dvöl 71 árs.
Hún fluttist úr Krosssókn að Ofanleiti 1861, var vinnukona þar 1861-1862, í Norðurgarði 1863-1865, í Nöjsomhed 1666-1868, í Draumbæ 1869-1870, á Ofanleiti 1871-1876.
Hún lést á Ofanleiti 1876, „dó úr innvortis veikindum eftir langa legu“.
Sigríður var ógift og barnlaus í Eyjum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.