Sigríður Jónasdóttir (Heimagötu 30)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. september 2019 kl. 17:48 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. september 2019 kl. 17:48 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Jónasdóttir húsfreyja fæddist 4. september 1880 í Deild á Álftanesi og lést í Reykjavík 24. janúar 1948.
Faðir hennar var Jónas bóndi á Bakka og tómthúsmaður í Efra-Hliði á Álftanesi, f. 3. nóvember 1849, d. 12. janúar 1931, Jónsson bónda og smiðs á Þorbrandsstöðum, hjáleigu frá Geitaskarði í Langadal í A-Hún., f. 5. janúar 1823, d. 9. júní 1911, Brandssonar bónda í Hátúni á Langholti í Skagafirði, skírður 5. apríl 1786, d. 23. október 1872, Brandssonar, og barnsmóður Brands, Ingibjargar, þá ógiftrar vinnukonu í Hátúni, síðar húsfreyju á Vöglum í Blönduhlíð í Skagafirði, f. 1798, d. 4. janúar 1838, Kjartansdóttur.
Móðir Sigríðar og barnsmóðir Jóns Brandssonar var Elín ógift vinnukona á Skinnastöðum á Ásum í A-Hún., síðar húsfreyja þar, f. 9. október 1823, d. 13. júlí 1892, Semingsdóttir bónda á Skinnastöðum, f. 14. október 1818, drukknaði í Blöndu 30. júlí 1867, Semingssonar, og konu Semings yngri, Sesselju húsfreyju, f. 12. júní 1793, d. 27. júní 1846, Guðmundsdóttur.

Móðir Sigríðar Jónasdóttur og bústýra (sambúðarkona) Jónasar var Sigríður húsfreyja, f. 20. desember 1853 á Báruhaugseyri á Álftanesi, d. 7. maí 1927, Jónsdóttir sjávarbónda í Deild á Álftanesi 1860, f. 9. febrúar 1827, d. 11. nóvember 1904, Jónssonar sjávarbónda í Deild 1835, f. 1800, d. 21. nóvember 1861, Ólafssonar, og konu Jóns Ólafssonar, Guðrúnar húsfreyju, f. 1789, d. 25. maí 1845, Auðunsdóttur.
Móðir Sigríðar Jónsdóttur og kona Jóns í Deild var Guðfinna húsfreyja, f. 25. apríl 1827, d. 6. október 1925, Sigurðardóttir bónda og formanns í Landakoti á Álftanesi, f. 3. september 1798, d. 8. júlí 1853, Grímssonar, og konu Sigurðar Grímssonar, Vilborgar húsfreyju, f. 21. desember 1797, d. 29. júní 1881, Jónsdóttur.

Systir Sigríðar Jónasdóttur í Eyjum var Oddný Elín Jónasdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum 1910 og 1920, f. 24. mars 1878, d. 30. nóvember 1967, kona Guðmundar Gíslasonar útvegsbónda á Vilborgarstöðum, f. 9. janúar 1883, d. 8. apríl 1969.
Bróðir Sigríðar Jónasdóttur var Haraldur Jónasson í Garðshorni, f. 30. júní 1888, d. 27. desember 1941, kvæntur Ágústu Friðsteinsdóttur.

I. Fyrri maður Sigríðar var Sveinn Ásmundsson Hall, f. 8. nóvember 1883, d. 6. febrúar 1973.
Börn þeirra hér:
1. Logi Eldon Sveinsson múrarameistari, f. 28. september 1907, d. 10. maí 1986. Hann var hjá móður sinni í Eyjum 1910.
2. Anna Lovísa Hall Sveinsdóttir, f. 3. maí 1905. Hún var hjá móður sinni í Eyjum 1920, bjó og giftist í Danmörku, lést 4. júní 1984.
3. Ásmundur Sveinsson, f. 19. apríl 1906, d. 19. apríl 1906.

Sigríður fluttist til Eyja 1909.
Maður hennar (1910) var Björn Friðrik Guðjónsson trésmiður frá Kirkjubóli, f. 16. mars 1888, d. í Reykjavík 27. janúar 1949.
Þau Björn bjuggu á Kirkjubæ 1910 og 1920, en voru komin að Heimagötu 30 við manntal 1930.
Þau fluttust til Reykjavíkur.

Börn Sigríðar og Björns:
4. Ólöf Sigríður, fædd 31. desember 1910, dáin 30. maí 1994.
5. Guðfinna, fædd 3. febrúar 1912, dáin 30. maí 1995.
6. Þyrí, fædd 29. september 1915, dáin 3. febrúar 1954. Hún var kona Jóns Árna Árnasonar kaupmanns Sigfússonar og konu hans Ólafíu Sigríðar Árnadóttur.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Árni Árnason.
  • Skagfirskar æviskrár – Tímabilið 1850-1890. Margir höfundar, en aðalhöfundur: Guðmundur Sigurður Jóhannsson. Umsjón og ritstjórn: Hjalti Pálsson frá Hofi. Sögufélag Skagfirðinga, Sauðárkróki 1981-1999.
  • Ættir Austur-Húnvetninga. Guðmundur Sigurður Jóhannsson og Magnús Björnsson. Mál og mynd 1999.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.