Sigríður Ingibjörg Markúsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Sigríður Ingibjörg Markúsdóttir frá Litlabæ, síðar húsfreyja í Kaliforníu fæddist 21. júlí 1883 í Litlabæ og lést 6. september 1943.
Foreldrar hennar voru Markús Vigfússon frá Hólshúsi, f. 25. desember 1851 í Danmörku, d. 8. desember 1921 í Utah, og kona hans Guðríður Woolf (Vigfússon) húsfreyja, f. 26. apríl 1858 í Norðurgarði, d. í desember 1933 Vestanhafs.

Sigríður Ingibjörg var með fjölskyldu sinni í Litlabæ í bernsku og fluttist með þeim til Utah 1886.
Hún bjó í Kaliforníu.
I. Maður hennar var Tom Ross, f. um 1883.
Börn þeirra:
1. James, f. um 1915.
2. Lilly, f. um 1915.

II. Maður hennar var David H. Anderson í Idaho, f. um 1883.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Magnús Haralsson.
  • Our Pioneer Heritage Vol. 7. Kate B. Carter. Daughters of Utah Pioneers. Salt Lake City 1964.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.