Sigríður Haraldsdóttir (Saltabergi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. apríl 2019 kl. 17:56 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. apríl 2019 kl. 17:56 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Haraldsdóttir húsfreyja að Saltabergi fæddist 29. júní 1916 að Strandbergi og lést af slysförum 17. febrúar 1993.
Foreldrar hennar voru Haraldur Jónasson formaður og síðar fiskimatsmaður í Eyjum, f. 30. júní 1888, d. 27. desember 1941 og kona hans Ágústa Friðsteinsdóttir húsfreyja, f. 13. ágúst 1891, d. 10. ágúst 1977.

„Húsfreyjan á Saltabergi hafði snemma mikið að gera. Börnin urðu sex; Ágústa, sem Súlli gekk í föðurstað, Margrét, Sigríður, Haraldur Geir, Anna Svala og Svava Björk. Súlli var góður bjargveiðimaður og kom það í hlut húsmóðurinnar að taka við fuglinum og reyta. Auk þessa höfðu þau mikil garðlönd sem einnig kom í hennar hlut og barnanna að sjá um meðan á veiðitímanum stóð.“ (Úr minningargrein).

I. Sigríður eignaðist barn með Guðmundi Óskari Ólafssyni Lárussonar, f. 14. júní 1914, d. 18. mars 1981.
Barn þeirra er:
1. Ágústa Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 5. janúar 1937, kona Guðna Pálssonar frá Þingholti.

II. Maður Sigríðar, (1. ágúst 1942), var Hlöðver Johnsen, f. 11. febrúar 1919, d. 10. júlí 1997.
Börn Sigríðar og Hlöðvers eru:
2. Margrét Hlöðversdóttir Johnsen, fædd 7. nóvember 1942.
3. Sigríður Hlöðversdóttir Johnsen, fædd 28. júlí 1948.
4. Anna Svala Hlöðversdóttir Johnsen, f. 3. janúar 1955.
5. Haraldur Geir Hlöðversson, f. 24. júlí 1956.
6. Svava Björk Hlöðversdóttir Johnsen, f. 7. ágúst 1959.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.