Sigríður Garðarsdóttir (Þorlaugargerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Garðarsdóttir frá Þorlaugargerði, húsfreyja, sölustjóri, framkvæmdastjóri fæddist 16. október 1963.
Foreldrar hennar eru Garðar Arason frá Akureyri, verslunarstjóri, bóndi, f. 2. maí 1935, og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir frá Þorlaugargerði, húsfreyja, f. 14. mars 1934.

Börn Ingibjargar og Garðars:
1. Guðrún Garðarsdóttir starfsmaður forsætisnefndar Norðurlandaráðs, búsett í Reykjavík, f. 11. september 1955. Maður hennar er Max Dager, fyrrv. forstjóri Norræna hússins.
2. Friðrik Garðarsson kjötiðnaðarmaður, búsettur í Vogum á Vatnsleysuströnd, f. 18. desember 1956. Kona hans er Guðmunda Þorbjarnardóttir.
3. Fríða Garðarsdóttir flugumferðarstjóri, búsett í Kópavogi, f. 22. janúar 1960. Maður hennar er Odd Stenersen flugumferðarstjóri.
4. Sigríður Garðarsdóttir, f. 16. október 1963, sölustjóri, kaupmaður, framkvæmdastjóri, aðstoðarmaður optikers, var búsett í Noregi. Fyrrum maður hennar Bogi Sigurðsson.

Sigríður var með foreldrum sínum í æsku.
Hún var í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti 1981-1983, lærði þjónsstörf í Danmörku 1987-1988, var í Förðunarskóla Línu Rutar, varð förðunarfræðingur 1995, lærði innanhússhönnun í Danmörku, sat námskeið í sölu- markaðs- og rekstrarfræði einn vetur í Danmörku.
Sigríður var fiskvinnslukona á unglingsárum og vann á Sjúkrahúsinu í Eyjum, á Tjaldanesi í Mosfellsbæ með skólanámi, á Elliheimili í Danmörku, hjá Rannsóknastofu byggingaiðnaðarins, var þjónn á Hótel Loftleiðum, stundaði snyrtivörukynningar. Sigríður stofnaði heildsöluverslun 1996, flutti inn tískuvörur kvenna til 2001. Þá vann hún í blómabúð og hjá Herbalife. Hún vann hjá sjónfræðingi í Noregi 2012-2021 og var þjónn á kvöldin. Sigríður var sölustjóri hjá Mánum ehf. 2021-loka árs 2023, framkvæmdastjóri hjá Mánasteinum frá 1. janúar 2024.
Þau Bogi giftu sig 1985, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Álaborg til 1988, síðan í Garðabæ, fluttu til Danmerkur 2008, til Noregs 2010. Þau skildu 2012 og Sigríður flutti til Íslands 2021.

I. Maður Sigríðar, (10. ágúst 1985, skildu), er Bogi Sigurðsson rekstrarverkfræðingur, f. 29. nóvember 1961 í Eyjum.
Börn þeirra:
1. Garðar Bogason kjötskurðarmaður, f. 15. maí 1985 í Álaborg.
2. Birna Magnea Bogadóttir sölu- og viðskiptastjóri hjá IKEA, f. 20. ágúst 1988 í Rvk. Maður hennar er Kári Þráinsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.