Sigríður G. Magnúsdóttir (Skansinum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Sigríður Gunnlaugsdóttir Magnúsdóttir.
Sigríður G. Magnúsdóttir og Yngvi Markússon.

Sigríður Gunnlaugsdóttir Magnúsdóttir frá Skansinum húsfreyja fæddist 4. maí 1921 í Langa-Hvammi og lést 30. ágúst 2013 á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Foreldrar henar voru Magnús Þórðarson kaupmaður, verkamaður f. 24. desember 1876 í Ormskoti í Fljótshlíð, d. 1. apríl 1955, og kona hans Gíslína Jónsdóttir húsfreyja, f. 21. nóvember 1889 í Bakkakoti u. Eyjafjöllum, d. 22. mars 1984.

Börn Magnúsar og Gíslínu:
1. Halldóra Guðleif Magnúsdóttir húsfreyja, f. 18. nóvember 1917 í Langa-Hvammi, d. 28. desember 2004.
2. Drengur, f. 15. janúar 1919 í Langa-Hvammi, lést nokkurra daga gamall.
3. Sigríður Gunnlaugsdóttir Magnúsdóttir húsfreyja, f. 4. maí 1921 í Langa-Hvammi, d. 30. ágúst 2013.
4. Ívar Magnússon verkstjóri, f. 3. október 1923 í Langa-Hvammi, d. 13. nóvember 2005.
5. Guðjón Gísli Magnússon sjómaður, f. 20. október 1924 í Litlakoti, d. 27. febrúar 2000.
6. Óskar Magnússon sjómaður, f. 15 ágúst 1927 á Miðhúsum, d. 7. janúar 1950.
7. Guðrún Lilja Magnúsdóttir ljósmóðir, f. 27. september 1928 á Miðhúsum, d. 11. ágúst 2012.
8. Magnús Magnússon bóndi, verkamaður, f. 10. febrúar 1930 á Miðhúsum, d. 3. janúar 2009.
9. Klara Magnúsdóttir húsfreyja, f. 16. október 1931 á Miðhúsum, d. 6. desember 1987.
10. Þórður Magnússon bifreiðastjóri, verktaki, f. 11. apríl 1933 á Skansinum við Strandveg 1c, d. 6. mars 2021.
11. Guðmundur Magnússon blikksmiður, f. 19. september 1934 á Skansinum við Strandveg 1c, d. 4. janúar 2014.

Börn Magnúsar og Margrétar Bjarnadóttur sambýliskonu hans:
12. Þórarinn Sigurður Thorlacius sjómaður, f. 27. nóvember 1906 í Langa-Hvammi, drukknaði 29. janúar 1940.
13. Magnús Sigurður Hlíðdal Magnússon sjómaður, f. 11. júlí 1910 í Langa-Hvammi, d. 13. maí 1995.
14. Anna Sigrid Magnúsdóttir húsfreyja, f. 23. febrúar 1913 í Langa-Hvammi, d. 20. apríl 1991.

Börn Magnúsar og Magneu Gísladóttur.
15. Hafsteinn Magnússon kyndari, f. 17. júní 1913, d. 30. desember 2002.
16. Axel Hálfdán Magnússon sjómaður, símsmiður, f. 28. maí 1914 í Langa-Hvammi, d. 8. janúar 2000.
17. Þorbjörn Ólafur Maríus Magnússon sjómaður, f. 19. september 1916 í Langa-Hvammi, d. í apríl 1943.

Börn Þórðar Ívarssonar í Eyjum:
1. Þorkell Þórðarson í Sandprýði, f. 7. desember 1872 í Ormskoti í Fljótshlíð, d. 14.júlí 1945.
2. Magnús Þórðarson Thorlacius kaupmaður, bóndi, verkamaður á Skansinum, f. 24. desember 1876 í Ormskoti í Fljótshlíð, d. 1. apríl 1955.
3. Gísli Þórðarson verkamaður, f. 5. desember 1877 að Ormskoti í Fljótshlíð, síðast í Görðum, d. 7. nóvember 1943.
4. Guðrún Þórðardóttir verkakona, f. 31. ágúst 1882 í Ormskoti í Fljótshlíð, d. 1. mars 1878.
Barn Þórðar Ívarssonar og fyrri konu hans Sigríðar Nikulásdóttur, f. 8. mars 1838, d. 24. maí 1864 var
5. Ívar Þórðarson á Mið-Sámsstöðum í Fljótshlíð, bóndi, síðar í Eyjum, f. 3. september 1863, d. 10. apríl 1924.

Sigríður var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann við netagerð og fleira. Þá var hún kaupakona eitt sumar í Selkoti u. Eyjafjöllum.
Hún var til aðstoðar í Hávarðarkoti í Þykkvabæ hjá systur sinni 1937.
Þau Yngvi giftu sig 1943, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Dísukoti í Ásahreppi í eitt ár, í Bóluhjáleigu þar 1942-1947, í Hábæ í Vestmannaeyjum 1947-1949 og Oddsparti í Ásahreppi 1949-1991.
Yngvi lést 1991. Sigríður bjó í Hraunbæ 103 í Reykjavík, en dvaldi að síðustu á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hún lést 2013.

I. Maður Sigríðar, (31. desember 1943), var Yngvi Markússon bóndi, f. 23. apríl 1917 í Hákoti í Ásahreppi, d. 5. júní 1991.
Börn þeirra:
1. Eygló Yngvadóttir húsfreyja í Önnuparti í Ásahreppi, f. 30. mars 1941. Maður hennar Hörður Júlíusson.
2. Sveinn Yngvason bóndi í Oddsparti í Ásahreppi, f. 17. ágúst 1942. Fyrrum kona hans Judith Elisabeth Christiansen. Fyrrum kona hans Elísabet Halldórsdóttir.
3. Magnús Yngvason sölustjóri í Reykjavík, f. 27. janúar 1946. Kona hans Katrín Eiríksdóttir.
4. Katrín Yngvadóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 29. október 1951. Maður hennar Markús Þór Atlason.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 7. september 2013. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.