Sigríður Gísladóttir (Skálholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Sigríður Margrét Gísladóttir frá Skálholti, húsfreyja fæddist 5. febrúar 1912 í Skálholti við Landagötu og lést 20. maí 2010.
Foreldrar hennar voru Gísli Magnússon frá Djúpárhreppi, Rang., skipstjóri, útgerðarmaður, f. 25. júní 1886, d. 2. maí 1962 , og kona hans Októvía Sigríður Einarsdóttir frá Sandhúsi í Mjóafirði eystra, húsfreyja, f. 15. desember 1891, d. 24. ágúst 1964.

Börn Sigríðar og Gísla:
1. Sigríður Margrét Gísladóttir húsfreyja, f. 5. febrúar 1912 í Skálholti-eldra, d. 20. maí 2010.
2. Óskar Gíslason skipstjóri, f. 6. mars 1913 í Skálholti-eldra, d. 19. janúar 1983.
3. Ágústa Gísladóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1914 í Skálholti-eldra, d. 15. ágúst 1941.
4. Haraldur Gíslason verkstjóri, rafvirki, f. 28. febrúar 1916 í Skálholti-eldra, d. 22. júní 1996.
5. Garðar Þorvaldur Gíslason vélvirkjameistari, kafari, f. 22. júní 1931 í Skálholti-yngra, d. 17. júní 2013.
6. Erna Gísladóttir, f. 8. mars 1933 í Skálholti-yngra, d. 21. júní 1936.

Sigríður var með foreldrum sínum í æsku, með þeim í Skálholti-eldra, síðan í Skálholti-yngra við Urðaveg.
Þau Sigurður giftu sig 1930, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í fyrstu í Skálholti við Urðaveg, en vorið 1934 keyptu þau húsið Sólnes af Thomas Thomsen vélfræðingi og bjuggu þar.
Þau dvöldu í Kaupmannahöfn 1947-1949, fluttu heim á því ári og bjuggu í Sólnesi, en fluttust síðan til Reykjavíkur og bjuggu þar til ársins 1996, er þau fluttu að Selfossi og bjuggu þar að Fossheiði 46 við andlát Sigurðar, en Sigríður bjó síðast á dvalarheimili aldraðra að Eyrargötu 26 á Eyrarbakka.

I. Maður Sigríðar Margrétar, (1. nóvember 1930), var Sigurður Guttormsson frá Hamragerði í Eiðaþinghá á Fljótsdalshéraði, bankamaður, bæjarfulltrúi, ritstjóri, f. 15. ágúst 1906, d. 10. febrúar 1998 á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi.
Barn þeirra:
1. Gísli Sigurðsson frá Sólnesi, kennari á Selfossi, f. 23. nóvember 1932 í Skálholti við Urðaveg.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Gísli.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 5. mars 1998. Minning Sigurðar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.