Sigríður Friðriksdóttir (Gröf)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Sigríður Friðriksdóttir frá Gröf, húsfreyja á Hallgilsstöðum í Þistilsfirði og í Höfnum á Langanesströnd fæddist 29. júní 1885 á Grund u. Eyjafjöllum og lést 5. febrúar 1976.
Foreldrar hennar voru Friðrik Gissur Benónýsson útgerðarmaður, bátsformaður og dýralæknir, f. 14. ágúst 1858, d. 23. ágúst 1943, og kona hans Oddný Benediktsdóttir húsfreyja, f. 15. desember 1864, d. 10. apríl 1940.

Börn Benedikts og Oddnýjar voru:
1. Sigríður Friðriksdóttir húsfreyja, f. 29. júní 1885, síðast í Kópavogi, d. 5. febrúar 1976.
2. Benedikt Friðriksson skósmíðameistari, f. 26. febrúar 1887 á Efstu-Grund u. Eyjafjöllum, d. 11. febrúar 1941.
3. Elías Friðriksson verkamaður í Gröf, f. 25. mars 1888 u. Eyjafjöllum, d. 3. desember 1908.
4. Magnúsína Friðriksdóttir húsfreyja í Eyjum, síðast í Reykjavík, f. 14. maí 1889, d. 19. apríl 1983.
5. Friðrik Friðriksson, tvíburi, f. 14. september 1890, d. 11. desember 1890.
6. Gissur Friðriksson, tvíburi, f. 14. september 1890, d. 22. nóvember 1890.
7. Valgerður Friðriksdóttir húsfreyja, f. 9. febrúar 1892, d. 24. júlí 1957.
8. Ingibjörg Friðriksdóttir, f. 11. febrúar 1894, d. 13. júní 1895.
9. Friðrik Friðriksson, f. 13. maí 1895, d. 25. maí 1895.
10. Anna Friðriksdóttir, f. 24. ágúst 1896, d. 27. apríl 1897.
11. Árný Friðriksdóttir húsfreyja, f. 20. mars 1898, d. 8. júlí 1977.
12. Friðrik Friðriksson, f. 25. október 1899, d. 20. maí 1913.
13. Oddný Friðriksdóttir, f. 23. febrúar 1901, d. 25. febrúar 1901.
14. Þorbjörn Friðriksson sjómaður, skipstjóri, f. 16. ágúst 1902 í Péturshúsi, d. 4. júní 1977.
15. Benóný Friðriksson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 7. janúar 1904 á Kirkjubæ, d. 12. maí 1972.
16. Elísabet Sigríður Friðriksdóttir bústýra, f. 2. október 1905 í Gröf, d. 21. apríl 1985.
17. Sólmundur Friðriksson, f. 30. maí 1908, d. 6. júlí 1908.
18. Elín Fanný Friðriksdóttir húsfreyja, forstöðukona, f. 10. febrúar 1910, d. 28. nóvember 1997.
19. Marie Albertine Friðriksdóttir húsfreyja, f. 7. júlí 1911, d. 23. desember 1989.

Sigríður var með foreldrum sínum í æsku fluttist með þeim frá Núpi til Eyja 1902, var með þeim í Péturshúsi (áður Vanangur) við Urðaveg, á Kirkjubæ, en var komin í Gröf 1905.
Hún fluttist með bróður sinn Þorbjörn til Þórshafnar 1907 og varð hann fósturbarn hennar.
Þau Pétur bjuggu á Hallgilsstöðum í 14 ár, eignuðust sjö börn, en misstu yngsta barnið á öðru ári þess. Þau voru bændur á Hallgilsstöðum í Þistilfirði 1910. Hjá þeim var Þorbjörn bróðir Sigríðar, fóstursonur 8 ára. Þau voru þar enn 1920 með fimm börn.
Þau fluttu til Eyja 1922 og dvöldu þar í eitt ár, en fluttust aftur austur og byggðu nýbýlið Hafnir á Langanesströnd. Þorbjörn bróðir Sigríðar varð eftir í Eyjum.
Pétur lést 1935. Sigríður bjó áfram til 1939.
Síðari ár sín hélt hún heimili með Marinó syni sínum.
Hún lést 1976 í Keflavík og var grafin þar.

I. Maður Sigríðar var Pétur Albert Metúsalemsson bóndi, organisti á Hallgilsstöðum í Þistilfirði, síðar í Höfnum á Langanesströnd, f. 16. ágúst 1871 að Miðfjarðarnesi á Langanesströnd, d. 24. mars 1935.
Börn þeirra:
1. Pétur Marinó Pétursson heildsali, f. 21. febrúar 1908, síðast á Bakkafirði, d. 13. nóvember 1991.
2. Elín Margrét Pétursdóttir húsfreyja í Laxárdal í Þistilfirði, síðar á Akureyri, f. 28. nóvember 1909, d. 28. nóvember 2000. Maður hennar var Eggert Ólafsson.
3. Valgerður Guðbjörg Pétursdóttir Sverresen húsfreyja, matráðskona við sjúkrahúsið í Keflavík, f. 7. júní 1912, d. 9. febrúar 1988. Maður hennar var Bragi Halldórsson.
4. Oddgeir Friðrik Pétursson sjómaður, vélvirki, útgerðarstjóri, uppfinningamaður, sjálfstæður atvinnurekandi í Keflavík, f. 5. júlí 1914 á Hallgilsstöðum, d. 4. október 2008. Kona hans var Þórhildur Valdimarsdóttir.
5. Björn Óli Pétursson verslunarmaður, forstjóri, síðast á Seltjarnarnesi, f. 17. október 1916, d. 16. febrúar 1977. Kona hans var Þuríður Guðmundsdóttir.
6. Ágúst Metúsalem Pétursson húsgagnasmiður, danslagahöfundur, síðast í Kópavogi, f. 29. júní 1921 að Hallgilsstöðum, d. 28. júlí 1986. Kona hans var Guðrún Dagný Kristjánsdóttir.
7. Garðar Pétursson, f. 31. mars 1931, d. 15. júlí 1932.
Fósturbarn Sigríðar og Péturs var bróðir Sigríðar:
8. Þorbjörn Friðriksson sjómaður, skipstjóri, f. 16. ágúst 1902 í Péturshúsi, d. 4. júní 1977.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.