Sigríður Erlendsdóttir (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Sigríður Erlendsdóttir vinnukona frá Vilborgarstöðum fæddist 15. nóvember 1788 og lést 22. júlí 1860.
Foreldrar hennar voru Erlendur Ólafsson bóndi á Vilborgarstöðum, f. 11. apríl 1754, d. 5. júní 1807, og kona hans Solveig Jónsdóttir húsfreyja, f. 1752, d. 2. júlí 1829.

Sigríður var 11 ára hjá foreldrum sínum á Vilborgarstöðum 1801. Hún er ekki á skrá 1816.
Sigríður eignaðist Guðrúnu 1817, en hún dó nýfædd. Hún var ógift vinnukona á Vilborgarstöðum 1840, 1845 og 1850, og var niðursetningur á Löndum við andlát úr umgangsveiki og ellihrumleika 1860.

Barnsfaðir Sigríðar var Þorsteinn Guðmundsson, þá sagður kvæntur bóndi á Vesturhúsum.
Barnið var
1. Guðrún Þorsteinsdóttir, f. 13. september 1817, d. 21. september 1817 úr „Barnaveiki“, (mun vera ginklofi).


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.