Sigríður Davíðsdóttir (Garðhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Davíðsdóttir frá Norðfirði, húsfreyja fæddist þar 15. febrúar 1849 og lést 13. ágúst 1922.
Foreldrar hennar voru Davíð Jónsson bóndi, f. 22. október 1822, d. 12. desember 1892, og kona hans Guðrún Illugadóttir húsfreyja, f. 15. desember 1816, d. 4. febrúar 1894.

Sigríður var með foreldrum sínum, í Seli í Norðfirði 1850, í Barðsnesgerði í Norðfjarðarhreppi 1860, var bústýra í Kaupmannshúsi í Hólmasókn í Reyðarfirði 1880, vinnukona í Skuggahlíð í Norðfirði 1890.
Þau Sigurlínus giftu sig 1893, eignuðust fósturbarn. Þau voru bæði vinnuhjú í Viðfirði í lok árs 1893, bjuggu í Krossavík í Skorrastaðarsókn í Norðfirði 1901, fluttu með fósturbarn sitt til Eyja 1910, bjuggu í Garðhúsum.
Þau fluttu til Norðfjarðar.
Sigríður lést 1922 og Sigurlínus 1954.

I. Maður Sigríðar, (29. september 1892), var Sigurlínus Stefánsson vinnumaður, bræðslumaður í Eyjum, síðar bóhaldari í Neskaupstað, f. 10. nóvember 1872, d. 18. júní 1954.
Barn þeirra (fósturbarn):
1. Ólafur Emil Sigmundsson sjómaður, f. 20. desember 1899, d. 30. nóvember 1941. Fyrri sambúðarkona hans var Kristjana Kristjánsdóttir. Síðari sambúðarkona hans var Guðrún Þorleifsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.