Sigríður Þorsteinsdóttir (London)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 31. mars 2016 kl. 21:26 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 31. mars 2016 kl. 21:26 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Gróa Sigríður Þorsteinsdóttir húsfreyja fæddist 17. apríl 1875 á Dyrhólum í Mýrdal og lést 30. september 1973.
Foreldrar hennar voru Þorsteinn Hjörtur Árnason, f. 24. ágúst 1847 í Dyrhólasókn í Mýrdal, d. 10. nóvember 1914 í Eyjum og kona hans Matthildur Guðmundsdóttir húsfreyja og ljósmóðir, f. 15. ágúst 1847 að Prestbakkakoti á Síðu, d. 14. febrúar 1937 í Eyjum.

Systkini Sigríðar í Eyum voru:
1. Elín Þorsteinsdóttir húsfreyja á Löndum.
2. Elín Ragnheiður Þorsteinsdóttir húsfreyja í Görðum.
3. Matthildur Þorsteinsdóttir húsfreyja á Lundi.
4. Friðrik Þorsteinsson frmkvæmdastjóri, bókhaldari.

Sigríður var með foreldrum sínum í æsku, fluttist til Eyja 1903, giftist Hallvarði á því ári. Þau voru í Hlíð við fæðingu Ólafs 1904, í London við fæðingu Þórhildar og Svanhvítar.
Hallvarður fór til Vesturheims 1909, en Sigríður fór Vestur með börnin frá London 1911. Þau bjuggu á Graham Island í Bresku-Columbíu.
Hallvarður lést 1914.
Sigríður giftist Kristjáni og eignaðist með honum tvö börn.
Hún lést 1973.

Sigríður var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (1903), var Hallvarður Ólafsson frá London, f. 27. mars 1872 í Berjanesi u. Eyjafjöllum, d. 29. maí 1914.
Börn þeirra í Eyjum:
1. Ólafur Hallvarðsson, f. 13. febrúar 1904 í Hlíð, d. 8. mars 1993. Hann bjó í Prince Robert, kvæntur norskri konu.
2. Þórhildur Hallvarðsdóttir hjúkrunarfræðingur, 4. febrúar 1907 í London, d. í júní 1930. Hún var ógift og barnlaus.
3. Svanhvít Hallvarðsdóttir húsfreyja, f. 30. maí 1908 í London, d. 26. október 2000. Hún var gift áströlskum manni og bjó nálægt Vancouver.

II. Síðari maður Sigríðar var Kristján Einarsson, f. 13. júlí 1873 í Stóru-Mörk u. Eyjafjöllum, d. 8. desember 1964.
Börn þeirra voru:
4. Ásta Kristjánsdóttir.
5. Elín Kristjánsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
  • Ættir Síðupresta. Björn Magnússon. Norðri 1960.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.