Sigríður Árnadóttir (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Kamilla Sigríður Árnadóttir.

Kamilla Sigríður Árnadóttir kennari fæddist 3. maí 1907 á Oddgeirshólum í Flóa og lést 7. september 1998.
Foreldrar hennar voru Árni Árnason bóndi, f. 24. júlí 1877, d. 10. maí 1936, og kona hans Elín Steindórsdóttir Briem húsfreyja, f. 20. júlí 1881, d. 30. ágúst 1965.

Sigríður nam í Héraðsskólanum að Laugarvatni 1930-1932, lauk kennaraprófi 1934.
Hún var kennari í Barnaskólanum í Eyjum 1934-1941, í barnaskólanum á Ljósafossi frá 1957-1959, skólastjóri þar 1961-1962, stundaði heimakennslu um skeið.
Hún var ritari Umf. Baldurs í Hraungerðishreppi í nokkur ár, formaður Kvenfélags Grímsness 1967-1978, var í fulltrúaráði K. R. F. Í. í allmörg ár.
Rit:
Greinar í blöðum og tímaritum.
Hún var í ritnefnd Gengnar slóðir, 50 ára minningarriti Sambands sunnlenskra kvenna, 1978.
Ársrit S. S. K. 1983-1985.
Sigríður bjó við Fífilgötu 5.
Þau Guðmundur giftu sig 1941, eignuðust fjögur börn.
Guðmundur lést 1991 og Sigríður 1998.

I. Maður Sigríðar, (25. október 1941), var Guðmundur Kristjánsson bóndi í Arnarbæli í Grímsnesi, f. 5. mars 1903, d. 15. júní 1991. Foreldrar hans voru Kristján Sigurðsson bóndi þar, f. 4. júní 1870, d. 15. október 1943, og kona hans Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 4. nóvember 1874, d. 7. desember 1940.
Börn þeirra:
1. Elín Guðmundsdóttir lífeindafræðingur, f. 4. október 1942.
2. Kristín Erna Guðmundsdóttir kennari, f. 9. október 1943.
3. Guðrún Erna Guðmundsdóttir kjólameistari, f. 9. október 1943.
4. Árni Guðmundsson verkstjóri, f. 1. september 1945.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.