Sigríður Ámundadóttir (Kastala)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Sigríður Ámundadóttir húsfreyja í Kastala fæddist 1798 í Hjörleifshöfða og lést 26. maí 1863.
Faðir hennar virðist vera Ámundi Magnússon bóndi á Giljum í Mýrdal, f. 1759, d. 6. mars 1836 í Norðurgarði þar.
Móðir Sigríðar Ámundadóttur var Guðrún húsfreyja á Giljum í Mýrdal, f. 1772 á Söndum í Meðallandi, d. 2. september 1851 á Mið-Hvoli í Mýrdal, Guðmundsdóttir bónda á Litlu-Hólum í Mýrdal, f. 1735, Einarssonar bónda á Hnausum í Meðallandi, f. 1683, Ólafssonar, og konu Einars Ingibjargar húsfreyju, f. 1711, d. 1784, Sigmundsdóttur bónda í Strandarholti í Meðallandi, f. 1685, Bjarnasonar, og ókunnrar móður Ingibjargar.
Móðir Guðrúnar og kona Guðmundar á Litlu-Hólum var Margrét húsfreyja, f. 1742, Árnadóttir bónda, síðast í Hrífunesi í Skaftártungu, f. 1713, Þorgeirssonar og konu Árna, Þóreyjar húsfreyju, f. 1721, Gísladóttur.

Sigríður var vinnukona á Dyrhólum og Reynishjáleigu og víðar í Mýrdal.
Hún var vinnukona á Fögruvöllum 1840, á Gjábakka 1842, ekkja í Kastala 1845 og 1850, í Dalahjalli 1855.
Hún lést 1863 á Löndum.

I. Barn Sigríðar með Jóni Þorgeirssyni, síðar bónda á Oddsstöðum, f. 1808, d. 6. júní 1866.
Barnið var:
1. Ástríður Jónsdóttir, síðar húsfreyju á Vilborgarstöðum, f. 28. júlí 1825, d. 3. janúar 1904 í Hólshúsi.
Hún var kona Þórðar Einarssonar sjávarbónda á Viðborgarstöðum, f. 1822, d. 1860, og móðir Gróu Þórðardóttur í Hólshúsi og Guðrúnar Þórðardóttur húsfreyju í Vegg.

II. Maður Sigríðar Ámundadóttur, (12. maí 1842), var Einar Einarsson tómthúsmaður í Kastala, f. 25. september 1812, d. 18. nóvember 1842.
Þau munu hafa verið barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.