Signý Magnúsdóttir (Hlíðarási)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 4. apríl 2016 kl. 14:41 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 4. apríl 2016 kl. 14:41 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Signý Magnúsdóttir (Hlíðarási)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Signý Viktoría Vilhelmína Magnúsdóttir frá Hlíðarási, húsfreyja fæddist 10. júní 1910 og lést 11. janúar 1965.
Foreldrar hennar voru Magnús Guðmundsson útgerðarmaður í Hlíðarási, f. 1. ágúst 1867, d. 2. ágúst 1949, og kona hans Guðbjörg Magnúsdóttir húsfreyja, f. 30. júní 1872, d. 14. desember 1940.

Signý var með foreldrum sínum í æsku. Hún var til heimilis í Hlíðarási 1930, en dvaldi á Velli í Hvolhreppi. Hún giftist Sigurjóni 1932. Þau bjuggu á Bakkavelli.
Sigurjón lést 1960 og Signý 1965.

Maður Signýjar, (2. janúar 1932), var Sigurjón Þorkell Gunnarsson bóndi á Bakkavelli í Hvolhreppi, f. 30. maí 1904 á Velli þar, d. 9. febrúar 1960.
Börn þeirra:
1. Magnús Gunnar Sigurjónsson bóndi og smiður á Bakkavelli, f. 27. nóvember 1932 á Velli.
2. Guðni Hörður Sigurjónsson trésmiður á Bakkavelli, f. 30. ágúst 1934, d. 19. nóvember 1974.
3. Jónína Guðbjörg Sigurjónsdóttir, f. 1. maí 1949.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.