Sigjón Halldórsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Sigjón Halldórsson frá Bakka á Mýrum í A-Skaft., vélstjóri og trésmiður á Lögbergi fæddist 31. júlí 1888 á Rauðabergi þar og lést 19. apríl 1931.
Foreldrar hans voru Halldór Sæmundsson bóndi á Bakka, f. 10. júní 1859, d. 7. apríl 1916 og Guðríður Guðmundsdóttir bústýra hans, síðar húsfreyja og yfirsetukona, f. 25. september 1858, d. 25. febrúar 1947.

Bróðir Sigjóns var Guðlaugur Halldórsson skipstjóri, f. 20. maí 1898, d. 3. apríl 1977.

Sigjón var með fjölskyldu sinni á Bakka á Mýrum 1890, á Viðborði þar 1901.
Hann var mótorvélstjóri í Lúðvíkshúsi á Nesi í Norðfirði 1910, fluttist til Eyja 1912 og dvaldi þá í Bólstað. Þar var Sigrún einnig.
Þau Sigrún giftu sig í janúar 1913, þá búandi í Bólstað, bjuggu á Skaftafell 1912-1914, á Eyjarhólum 1915-1916, leigðu á Lögbergi 1917-1919. Þau reistu Héðinshöfða og bjuggu þar 1920 og enn 1931.
Þau Sigrún eignuðust 12 börn, misstu eitt þeirra á 1. árinu og annað á 8. ári.
Sigjón veiktist illa af Spænsku veikinni 1918 og barðist við afleiðingar hennar. Þau Sigrún urðu að koma 5 af börnum sínum í fóstur. Bragi var í fóstri á Haukafelli á Mýrum í A-Skaft. í nokkur ár, Jón Garðar var fóstraður í Flatey á Mýrum, Tryggvi var í fóstri á Hólmi þar, en Guðríður og Þórhallur voru fóstruð í Hallgeirsey í A-Landeyjum.
Sigjón veiktist af lungnabólgu í róðri og lést 1931. Sigrún lést 1991.

Kona Sigjóns, (12. janúar 1913), var Sigrún Runólfsdóttir húsfreyja, f. 26. maí 1889, d. 11. ágúst 1991.
Börn þeirra:
1. Þórunn Aðalheiður Sigjónsdóttir húsfreyja, f. 27. febrúar 1913 á Skaftafelli, d. 25. júlí 1998. Maður hennar var Svavar Þórðarson.
2. Bragi Sigjónsson vélstjóri, f. 27. júní 1914 á Skaftafelli, d. 25. september 1985. Kona hans var Rósa (Rósamunda) Einarsdóttir frá Seyðisfirði.
3. Sigurjón Sigjónsson, f. 16. ágúst 1915 á Eyjarhólum, d. 31. maí 1916.
4. Jón Garðar Sigjónsson vélstjóri, útgerðarmaður, hafnsögumaður á Höfn í Hornafirði, f. 18. október 1916 á Lögbergi, d. 15. febrúar 2006. Kona hans var Guðfinna Bjarnadóttir.
5. Tryggvi Sigjónsson útgerðarmaður á Höfn í Hornafirði, f. 10. apríl 1918 á Lögbergi, d. 26. janúar 2000. Kona hans var Herdís Ragna Clausen.
6. Þórhallur Sigjónsson vörubifreiðastjóri í Reykjavík, f. 11. maí 1919 á Lögbergi, d. 17. júlí 1993. Kona hans var Ólöf Hannesdóttir.
7. Friðrik Sigjónsson, f. 22. október 1920 í Héðinshöfða, drukknaði 23. desember 1944.
8. Halldór Sigjónsson, f. 31. desember 1922, d. 25. júní 1930.
9. Guðríður Sigjónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 26. febrúar 1924 í Héðinshöfða, d. 31. ágúst 1987. Maður hennar var Jón Karlsson.
10. Kristbjörg Sigjónsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 26. maí 1925 í Héðinshöfða. Maður hennar var Gísli Tómasson.
11. Gústaf Sigjónsson vélstjóri, skipstjóri, bifreiðstjóri, f. 22. janúar 1927 í Héðinshöfða. Kona hans er Guðbjörg Halldóra Einarsdóttir.
12. Guðmundur Sigjónsson vélvirki í Eyjum, f. 22. mars 1928 í Héðinshöfða, d. 7. nóvember 2009. Kona hans var Jónína Þuríður Guðnadóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 1991. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.