Sigþór Sigurðsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Sigþór Sigurðsson.

Sigþór Sigurðsson frá Baldurshaga, sjómaður, stýrimaður, skipstjóri fæddist þar 8. nóvember 1924 og lést 19. desember 2007 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hans voru Sveinbjörg Sveinsdóttir frá Gíslakoti u. Eyjafjöllum, vinnukona, húsfreyja í Baldurshaga, f. 11. október 1882, d. 25. janúar 1976, og Sigurður Jónsson frá Steig í Mýrdal, sjómaður, f. þar 8. nóvember 1901, d. 25. apríl 1924.

Börn Sveinbjargar:
1. Fanný Sigurðardóttir húsfreyja á Selfossi, f. 24. janúar 1913 í Varmahlíð u. Eyjafjöllum, d. 17. mars 2014. Faðir hennar var Sigurður Gunnarsson, f. 6. júní 1891, drukknaði í Stöðvarfirði 19. apríl 1924.
2. Sigþór Sigurðsson, sem hér er fjallað um.

Sigþór var með móður sinni í Baldurshaga til níu ára aldurs.
Hann fékk skipstjórnarréttind að 200 tonnum 1958.
Sigþór fór í sveit að Hólakoti u. Austur-Eyjafjöllum níu ára gamall, var þó skráður til heimilis í Baldurshaga til ársins 1937. Í Hólakoti dvaldi hann til fjórtán ára aldurs, en þá flutti hann að Múlakoti í Fljótshlíð til Fannýjar systur sinnar og bjó þar til 1949. Á þessum árum vann hann m.a. hjá Vegagerðinni og Landssímanum, en fór á vetrarvertíðir til Vestmannaeyja. Hann var skráður í Múlakoti 1949 með Valgerði konu sinni og barninu Erlu Fanný, en er einnig skráður á Reynifelli á því ári með þessari áhöfn.
Eftir 1950 stundaði Sigþór sjómennsku og í rúm fimmtíu ár.
Hann keypti Sævar VE 19, ásamt þeim Sigfúsi Guðmundssyni og Áskeli Bjarnasyni. Sigþór seldi Sævar VE árið 1980 og hafði þá átt bátinn einn í nokkur ár. Eftir þetta var Sigþór stýrimaður hjá öðrum, lengst af á Baldri VE 24. Sigþór vann til sjötíu og þriggja ára aldurs, síðustu ár starfsævi sinnar hjá Fiskiðjunni hf..
Þau Valgerður giftu sig 1949, fluttust til Eyja á því ári. Þau eignuðust sex börn, bjuggu í fyrstu á Reynifelli við Vesturvegi 15B, síðan á Fjólugötu 3 til ársins 1998, en þá fluttu þau að Sólhlíð 19. Sigþór lést 2007.

I. Kona Sigþórs, (6. nóvember 1949), var Valgerður Kristín Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 9. júní 1930.
Börn þeirra:
1. Erla Fanný Sigþórsdóttir húsfreyja, verkakona, starfsmaður Pósts & síma, f. 13. júní 1949 í Reykjavík. Maður hennar Yngvi Geir Skarphéðinsson.
2. Anna Kristín Sigþórsdóttir stúdent, húsfreyja í Garðabæ, bókhaldari, f. 30. maí 1950 á Reynifelli. Maður hennar Einar Sigfússon.
3. Sigurbjörg Sigþórsdóttir húsfreyja, móttökuritari á Borgarspítalanum, f. 6. janúar 1953 á Reynifelli. Fyrrum maður hennar Guðjón Örn Vopnfjörð Aðalsteinsson.
4. Sveinn Valþór Sigþórsson húsamiður í Hafnarfirði, f. 3. mars 1956. Kona hans Baldvina Sverrisdóttir.
5. Einar Sigþórsson sjómaður, stýrimaður í Eyjum, f. 22. mars 1962. Fyrrum kona hans Lóa Ósk Sigurðardóttir.
6. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir húsfreyja, viðskiptafræðingur í Reykjavík, f. 26. október 1966. Maður hennar Tryggvi Ársælsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.