Ship ohoj

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. júlí 2005 kl. 22:06 eftir Smari (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. júlí 2005 kl. 22:06 eftir Smari (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Sjómannslíf, sjómannslíf,
draumur hins djarfa manns,
blikandi bárufans,
býður í trylltan dans.
Sjómannslíf, sjómannslíf,
ástir og ævintýr,
fögnuð í barmi býr
brimhljóð og veðragnýr.
Ship-ohoj, ship-ohoj,
ferðbúið liggur fley.
Ship-ohoj, ship-ohoj,
boðanna bíð ég ei.
Við stelpurnar segi ég ástarljúf orð,
einn, tveir, þrír kossar
svo stekk ég um borð.
Ship-ohoj, ship-ohoj,
mig seiðir hin svala dröfn.
Ship-ohoj, ship-ohoj,
og svo nýja í næstu höfn.
Lag: Oddgeir Kristjánsson
Texti: Loftur Guðmundsson