Sesselja Guðnadóttir (Þorlaugargerði)

From Heimaslóð
Revision as of 19:40, 19 August 2015 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search

Sesselja Guðnadóttir vinnukona í Þorlaugargerði 1801 fæddist 1779 og lést 16. september 1808.
Uppruni hennar er ókunnur, en nokkur Guðnabörn voru í Eyjum á hennar dögum þar. Aðeins einn Guðni er þar á spjöldum, svo að séð verði. Það var Guðni Sveinsson bóndi á Vilborgastöðum kvæntur Guðrún Lafranzdóttur.
Sesselja var ógift vinnukona í Þorlaugargerði 1801, 22ára.
Hún lést 1808, þá 27 ára sveitarómagi.

Ekki er ólíklegt, að foreldrar Sesselju hafi verið Guðrún Lafranzdóttir húsfreyja, f. 1746, d. 4. mars 1816, og maður hennar Guðni Sveinsson bóndi á Vilborgarstöðum, f. 1724, d. 28. ágúst 1792.
Þá er líklegt, að systur hennar hafi verið:
1. Margrét Guðnadóttir húsfreyja á Oddsstöðum, f. 1767, d. 20. febrúar 1841.
2. Guðrún Guðnadóttir, f. 1773, d. 23. mars 1804.
3. Þóra Guðnadóttir, f. 1774, d. 26. desember 1797.
4. Ingibjörg Guðnadóttir, d. 1. margs 1785 úr ginklofa, lifði 6 daga.
Þá hefur hálfsystir þeirra verið
5. Kristín Guðnadóttir húsfreyja í Skálakoti u. Eyjafjöllum 1801, f. 1766.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.