Sara Ágústsdóttir (Varmahlíð)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. desember 2017 kl. 21:14 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. desember 2017 kl. 21:14 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sara Ágústsdóttir (Varmahlíð)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sara Ágústsdóttir frá Varmahlíð fæddist 25. mars 1925 og lést 16. janúar 1948.
Foreldrar hennar voru Ágúst Jónsson formaður, vélstjóri, trésmiður, f. 5. ágúst 1891, d. 1. desember 1969, og k.h. Pálína Eiríksdóttir húsfreyja, f. 10. apríl 1895, d. 13. janúar 1983.

Börn Pálínu og Ágústs:
1. Rut Ágústsdóttir, f. 13. september 1920, d. 13. september 1989.
2. Auður Ágústsdóttir, f. 24. júní 1922, d. 6. júlí 1963.
3. Sara Ágústsdóttir, f. 25. mars 1925, d. 16. janúar 1948.
4. Marta Ágústsdóttir, f. 29. júní 1928.
5. Hafsteinn Ágústsson, f. 1. nóvember 1929, d. 21.apríl 2016.
6. Lárus Ágústsson, f. 25. júlí 1933, d. 29. apríl 2014.
7. Þyrí Ágústsdóttir, f. 7. desember 1934, d. 10. desember 1971.
8. Arnar Ágústsson, f. 13. september 1936, d. 12. janúar 1997.
9. Eiríka Ágústsdóttir, f. 3. júní 1938, d. 29. nóvember 1943.

Sara var með foreldrum sínum í æsku.
Hún gekk í Húsmæðraskólann á Hallormsstað og lauk þaðan prófi, hélt þangað í frekara nám í hannyrðum, einkum vefnaði. Á næsta ári var hún kennari við tóvinnuskólann á Svalbarði við Eyjafjörð, en stofnandi hans og stjórnandi var Halldóra Bjarnadóttir. Að kennsluárinu loknu sneri hún til Hallormsstaðar til frekara náms og starfa. Þar veiktist hún, fékk ekki bót meina sinna og var flutt á Landspítalann. Þar lést hún 1948.
Hún var ógift og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.