Sandur

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Húsið Sandur stóð við Strandveg 63. Þar er nú hús Tryggingamiðstöðvarinnar.

Á Sandi bjó m.a. á síðustu öld Haraldur Sigurðsson, faðir Rúriks leikara. Haraldur var meðal annars þekktur að því að brugga afbragðsgóðan landa. Á Brimhólum bjó Hannes Sigurðsson bóndi og var m.a. formaður Búnaðarfélags Vestmannaeyja. Hann var í góðum tengslum við búnaðarsambönd á Norðurlöndum. Eitt sinn kom bréf frá Danmörku á pósthúsið í Eyjum og var utanáskriftin þessi:

Hr. landbruger H. Sigurðsson
Vestmannaeyjum

Bréfið var umsvifalaust borið út til Haraldar á Sandi.