Sandreyður

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Spendýr
Landdýr
Sjávarspendýr

Sandreyður (Balaenoptera borealis) er skíðishvalur og er dökkgrár að lit með ljósan kvið, ljósa bletti á skrokknum og flekkóttan haus.

Sandreyðurin er 12-20 m á lengd og 20-30 tonn að þyngd. Kýrin er stærri en tarfurinn.

Sandreyður lifir aðallega á átu og krabbasvifdýrum en tekur líka sandsíli. Sandreyðurin er farhvalur og sést hér við land í ágúst og september.