Sandlóa

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. júní 2006 kl. 15:52 eftir Margret (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. júní 2006 kl. 15:52 eftir Margret (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Fuglar
Sjófuglar
Vaðfuglar
Mávar, kjóar, þernur
Andfuglar
Spörfuglar
Annað
Útdauðir fuglar

Sandlóa Charadrius hiaticula

Sandlóan er af ættbálki strandfugla eða fjörunga. Hún er lítill, þybbinn fugl, ekki ósvipuð heiðlóu í vexti. Hún er ljósbrún að ofan með svartan og hvítan kraga um hálsinn og með hvítt enni og svarta breiða línu á milli augnanna. Efst á kollinum er hún ljósbrún eins og á baki en hvít að neðan. Hún er með rauðgult nef með svörtum broddi. Fæturnir eru stuttir og ljósgulir. Sandlóan leitar sér fæðu á landi og lifir aðallega á smádýrum sem hún nær upp úr jarðveginum með goggi sínum.

Hún er fræg fyrir sínar snöggu fótahreyfingar sem varla festir á auga þegar fuglinn er að ferðast um, svo snar er hann. Sandlóan er 18-20 cm á lengd um 60 grömm að þyngd og með 50-55 cm vænghaf. Fuglinn er að finna um allt land en í Vestmannaeyjum er aðallega hægt að finna hann í börðunum fyrir ofan Klaufina. Fuglinn er góður í að tæla óvelkomna gesti frá hreiðri sínu, hann haltrar smáspöl í einu og tælir þannig boðflennuna í burtu þar til hann telur ekki stafa lengur hættu af henni, þá flýgur hann úr augsýn. Sandlóan verpir á sjávargrundum og melum, áreyjum eða öðru flatlendi með lágum gróðri, oft langt frá ströndinni. Sandlóan er einkvænisfugl. Hreiðrið hennar er lítil dæld eða laut, eggin eru yfirleitt 4, ljósgrá eða brúnleit að lit og alsett litlum svörtum doppum. Útungunartími er 21-28 dagar. Ungarnir verða svo fleygir um 24 dögum eftir útungun og kynþroska ári seinna.